SSNV bjóða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforrit

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða nú upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Í frétt á vef SSNV segir að forrit þetta sé einfalt í notkun, hægt að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila.

Forritið er að hluta til frítt en hægt er að vera með fjarfund í allt að 40 mín í einu fyrir þrjá aðila eða fleiri, en ótakmarkaðan tíma fyrir fjarfund með tveim þátttakendum. Einnig er hægt að vera með áskrift að forritinu sem gefur meiri möguleika. Forritið gefur aukinn möguleika á að veita aðstoð til þeirra sem eiga um lengri veg að sækja en Norðurland vestra er víðfeðmt svæði. 

Nálgast má leiðbeiningar um notkun á forritinu á vef SSNV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir