Strandveiðar leyfðar á almennum frídögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Er hún efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í  þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.

Nokkrar orðalagsbreytingar eru gerðar frá reglugerð síðasta árs til að auka skýrleika, en reglugerðin byggir á ákvæðum 6. gr. a. í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er nú unnið að gerð lagafrumvarps til að bregðast við áhrifum COVID-19 á þá sem stunda strandveiðar og verður það kynnt nánar á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir