Sundlaugar og íþróttahús loka

Sundlaugin Hofsósi. Mynd:FE
Sundlaugin Hofsósi. Mynd:FE

Í framhaldi af hertum reglum um samkomubann vegna COVID-19 verður öllum sundlaugum, íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum lokað meðan bannið stendur. Lokunin hefur þegar tekið gildi í sundlaugum og íþróttahúsum á Norðurlandi vestra.

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru íbúar hvattir til að nýta sér þau íþróttamannvirki sem utandyra eru, s.s. sparkvelli á Hofsósi, á Hólum og í Varmahlíð sem og gervigrasvöllinn á Sauðárkróki og hlaupabrautina umhverfis íþróttavöllinn. Einnig að fara í gönguferðir á opnum svæðum og nýta sér það sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Þá er bent á síðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, http://isi.is/almenningsithrottir/island-a-idi/,  þar sem finna má tillögur að hreyfingu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir