Þingmaður Pírata gefur út partýspil

Þingspilið - með þingmenn í vasanum - er komið í sölu á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Spilið fer í prentun ef 800 þúsund krónur safnast og verður sent heim að dyrum fyrir næstu jól. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem er höfundur spilsins.

Spilið gengur út á það að þátttakendur leika formann einhvers flokks á þingi sem keppist við að koma sem flestum þingmönnum í eigin vasa. Viðkomandi getur stutt málefni, settu lögbann á hneyksli og stungið svo hina formennina í bakið. „Þingspilið er fyrir fólk sem þolir ekki spillingu, nema það fái að spila með,“ segir í kynningu á spilinu. Það kemur einnig fram að Þingspilið hafi orðið til í hitamóki eina desembernótt fyrir rúmu ári. Stuttu áður hafði höfundur rekist á Gísla í Nexus (spilabúð) sem sagði vinsælustu spilin vera „partýspil“ sem fólk lærir strax, tekur stuttan tíma að spila og séu það skemmtileg að fólk vilji strax spila aftur. Fyrri hugmyndir höfundar um stjórnmálaspil röðuðust svo inn í partýspila ramman í hitamókinu.

Nánar má fræðast um verkefnið HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir