Þorramót Fisk og GSS

Reynir og Róbert kátir með sigurinn. MYND: GSS
Reynir og Róbert kátir með sigurinn. MYND: GSS

Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið  gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli. 

Hér má sjá hvernig liðin röðuðust niður í riðla.

Til að komast í undanúrslitin þurfti að vinna sinn riðil og voru það Reynir og Róbert sem unnu A-riðil, Árný og Hanna Dóra unnu B-riðil, Eyþór og Kristinn unnu C-riðil og svo Ragnar og Bogi sem unnu D-riðil. Í úrslitaleiknum spiluðu svo Reynir og Róbert og Ragnar og Bogi níu holur á Casa de Campo vellinum en það voru svo Reynir og Róbert sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 31 punkt á móti 30. Sætur sigur þarna á ferðinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir