USVH fagnar 90 ára afmæli

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga, USVH, fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.

Haldið var fjölmennt frálsíþróttamót fyrir alla aldurshópa, spilaður fótbolti og hinar ýmsu veitingar voru á boðstólnum.

Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í samfélögum og er USVH engin undantekning þar á í Húnaþingi Vestra. . Í tilefni tímamótanna samþykkti byggðarráð á fundi sínum 28. júní sl. að veita Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga 500.000 kr. styrk til áhaldakaupa. Byggðarráð þakkar jafnframt USVH óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins og óskar því velfarnaðar til framtíðar.

Greint var frá afmælishátíðinni á vefsíðu Húnaþings Vestra.

/SMH

 

Fleiri fréttir