Útlit fyrir gott ferðasumar
Að sögn Sigrúnar Valdimarsdóttur, ferðaþjónustubónda í Dæli í Víðidal lofa bókanir fyrir komandi sumar góðu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
-Sumarið lítur vel út. Hjá mér hafa aldrei verið bókuð fleiri ættarmót og þá hafa erlendar ferðaskrifstofur síst minnkaði bókanir miðað við sama tíma í fyrra. Sumarið lítur því bara nokkuð vel út og engin ástæða til annars en bjartsýni, segir Sigrún í samtali við Feykir.is