V-Húnavatnssýsla

Afar sjaldgæfir flækingar sem gætu haslað sér völl á Íslandi

Það er alltaf gaman að geta birt myndir af sjaldséðum fiðruðum gestum hér á Fróni og ekki verra ef þeir láta sjá sig hér norðan lands. Á mánudag í síðustu viku náði hinn lunkni myndasmiður Elvar Már Jóhannsson myndir af afar sjaldséðum fuglum á Þrastarstöðum á Höfðaströndinni í Skagafirði svokölluðum taumgæsum, Anser indicus sem líklega má telja til evrópskra flækinga.
Meira

Kormákur/Hvöt lutu í lægra haldi í Eyjum

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en Húnvetningar héldu þá til Eyja og léku við heimamenn í KFS á Týsvelli. Eyjapiltarnir komust yfir snemma leiks en það var hasar í lokin en KFS stóð uppi sem sigurvegari eftir 2-1 sigur.
Meira

Fuglahræ vekja grunsemdir um fuglaflensu

Feykir fékk sendar myndir af fuglahræjum sem lágu í fjörunni við Sauðárkrók á dögunum en á um 500 metra kafla sáust a.m.k. sjö dauðir lundar. Þó það sé ekki óalgengt að fuglahræ verði á vegi fólks í fjörugöngunni vekur þetta samt upp spurningar hvort fuglaflensu geti verið um að kenna.
Meira

Hólahátíð og biskupsvígsla um helgina

Hólahátíð verður haldin hátíðleg nú dagana 13.-14. ágúst en venju samkvæmt er hátíðin haldin sunnudaginn í 17. viku sumars. Dagskráin verður örlítið óvenjuleg þar sem sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, verður vígður biskup en það er Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígir sr. Gísla við hátíðlega athöfn á sunnudag í Hóladómkirkju.
Meira

Þórarinn hefur áhyggjur af framtíð verkalýðshreyfingarinnar

Vísir.is er með Þórarinn G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í viðtali í kjölfar afsagnar Drífu Snædal sem forseta ASÍ. Hann segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­fariðeftir að hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.
Meira

Breytingar í stjórnun Háskólans á Hólum

Þann 1. ágúst sl. voru gerðar breytingar á skipulagi Háskólans á Hólum sem miða að því að draga úr yfirbyggingu í stjórnun skólans og færa fjármagn yfir í aukna þjónustu til starfsmanna. Edda Matthíasdóttir, sem áður var sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar hjá skólanum hefur nú verið ráðin sem framkvæmdastjóri hans.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll sem augljósan kost

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það gýs að nýju á Reykjanesskaga og vísindamenn leiða líkum að því að þessar jarðhræringar, með tilheyrandi skjálftum og eldgosum, geti staðið yfir næstu áratugina. Þar sem Keflavíkurflugvöllur er í námunda við gossvæðið gæti svo farið að gos hefði gríðarleg áhrif á samgöngur; bæði um flugvöllinn og nálæga þjóðvegi. Því hefur nú blossað upp umræða um heppilegan varaflugvöll fyrir landið. Á fundi í gær benti byggðarráð Skagafjarðar á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki henti vel sem svar við þessari brýnu þörf.
Meira

„Vatnsnesvegur er bara ófær á löngum kafla“

Íbúar á Vatnsnesi hafa í langan tíma talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að vegaframkvæmdum á nesinu fallega. Fyrir Vatnsnes liggur 70 kílómetra malarvegur sem er markaður óteljandi holum og fólki hreinlega vorkunn að fara þar um. „Vegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur,“ hefur RÚV eftir Guðrúnu Ósk Steinþórsdóttur, grunnskólakennara, sem fer veginn daglega.
Meira

Taktu þátt í vali á fugli ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð en kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/. Þar er einnig hægt að sjá þá fugla sem voru tilnefndir og tóku þátt í fyrra en í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.
Meira

Feykir seinna á ferðinni

Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður utan héraðs og var honum skilað til prentunar á mánudaginn. Því miður náðist ekki að koma honum á bíl á réttum tíma í gær sunnan heiða svo ekki er von á blaðinu á Krókinn fyrr en á morgun og þá fyrst hægt að koma ferskum Feyki til áskrifenda.
Meira