V-Húnavatnssýsla

FISK Seafood afhendir Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu.
Meira

Skrifstofur ráðherra um land allt

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Áætlað er að hafa eina starfstöð á Norðurlandi vestra en hún verður tekin í gagnið á næsta ári gangi áætlanir eftir og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
Meira

Félagsmiðstöðina Órion vantar liðsauka

Félagsmiðstöðin Órion býður börnum og unglingum í 5. – 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Órion er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk sinnir með unglingunum.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Slagarasveitin með tónleika á Hvammstanga

Hin alhúnvetnska hljómsveit, Slagarasveitin, heldur tónleika á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga föstudagskvöldið 19. ágúst 2022. Fram kemur á FB-síðu viðburðarins að fyrir tónleikana hefur sveitin fengið aukalega til liðs við sig Aldísi Olgu Jóhannesdóttur, Einar Friðgeir Björnsson, Guðmund Hólmar Jónsson og Kristínu Guðmundsdóttur.
Meira

Er sumarið þá búið?

Þessari spurningu laust upp í huga blaðamanns Feykis í morgun er hann vippaði sér út í morgungönguna með hundinn og Morgunblaðið. Þykkt hrímið á framrúðu heimilisbílsins gaf það skýrt til kynna að hitastig næturinnar hafi verið ansi lágt og kartöflugrös og berjalyng hafi fengið að vita að stutt sé eftir af þeirra sögu. Hvítir fjallatoppar frá nóttinni áður ýttu einnig undir þessa vangaveltu; er sumarið þá búið?
Meira

Kvöldið var fagurt og gott veður í dag

Kvöldið í Skagafirði var fagurt en kalt í gærkvöldi og vindurinn í verkfalli. Það var nánast sama hvar drepið var niður fæti, það var bara blankinn. Í dag er gert ráð fyrir heiðskýru og sól um allt Norðurland vestra og raunar víðast hvar á landinu. Reiknað er með hita í kringum 12 gráðurnar og húðlatri suðvestanátt. Svo virðist sem um sé að ræða dagstilboð hjá Veðurstofunni.
Meira

Eflum áhuga og þekkingu barna á loftslags- og umhverfismálum. Leynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla?

Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022- 2023.
Meira

Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota :: Vindar nýsköpunar halda áfram að blása á Norðurlandi

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt býður upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn í haust en um átta vikna viðskiptahraðal er að ræða sem beint er að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu.
Meira

Tíu sóttu um starf Byggðastofnunar en fjórir drógu umsóknir sínar til baka

Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðu forstjóra Byggðastofnunar en fjórir hafa dregið umsókn sína til baka eftir að umsóknarfrestur rann út þann 25. júlí sl. Auglýst var eftir framsýnum leiðtoga til að takast á við áskoranir á sviði byggðaþróunar. Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þróun og framtíð byggðamála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.
Meira