V-Húnavatnssýsla

Feykir seinna á ferðinni

Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður utan héraðs og var honum skilað til prentunar á mánudaginn. Því miður náðist ekki að koma honum á bíl á réttum tíma í gær sunnan heiða svo ekki er von á blaðinu á Krókinn fyrr en á morgun og þá fyrst hægt að koma ferskum Feyki til áskrifenda.
Meira

Þjóðarhöll í íþróttum – framkvæmdanefnd hefur störf

Framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum hóf störf í dag en í henni starfar sem fulltrúi ríkisins Þórey Edda Elísdóttir, á Hvammstanga. Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar og undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar til fjölmiðla.
Meira

Drífa Snædal segir af sér sem forseti ASÍ

Í yfirlýsingu á heimasíðu ASÍ segist Drífa Snædal hafa ákveðið að segja af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands og þeim trúnaðarstöðum sem hún hafi gegnt sem forseti. Tiltekur hún nokkrar ástæður fyrir ákvörðun sinni og þar sem stutt sé í þing ASÍ, sem er í byrjun október, hafi hún þurft að gera það upp við sig hvort hún gæfi áfram kost á sér.
Meira

Leitað að varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Á Starfatorgi er auglýst eftir varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra en um tímabundna ráðningu er að ræða. Staðan er með starfsstöð á Blönduósi og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. september nk.
Meira

Eins og veltandi steinn

Um helgina verður heljarmikil tónlistarhátíð á Skagaströnd tileinkuð tónlist hins goðsagnakennda tónlistarmanns Bob Dylan. Dagskrá hefst í félagsheimilinu Fellsborg með tónleikum og sýningu og er aðgangur ókeypis. Í lok fjölbreyttra dagskráliða verður Dylanmessa í Hólaneskirkju þar sem Dylanlög með trúarlegri tengingu verða flutt af tónlistarfólki úr hljómsveitum hátíðarinnar með aðstoð organista Hólaneskirkju.
Meira

Linnulausar árásir á strandveiðar

Strandveiðar voru stöðvaðar 21. júlí sl. þrátt fyrir ítrekuð tækifæri stjórnvalda til að tryggja 48 veiðidaga á ári og óskir um það þá hafa stjórnvöld ekki gert það. Stjórnvöld ákváðu að aflaverðmæti 35.089 tonna af loðnu færu til strandveiða til að reyna að tryggja 48 veiðidaga. Um 700 strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra höfðu því lögmætar væntingar um að staðið yrði við 48 veiðidaga. Miðað við þorskígildisstuðul loðnu 0,36 gefur það ígildi 12.632 tonna af þorski. Einokun og vilji kvótahafa kom skýrt fram á skiptimarkaði en þar fengust 1.079 þorsktonn, einn tólfti af þorskígildisstuðli. Fráleitt er að stjórnvöld beygi sig undir slíkan einokunarmarkað við ákvörðun á aflaheimildum til strandveiða. Það sýnir hve gallað fiskveiðistjórnunarkerfið er og augljóst hverjum er verið að þjóna.
Meira

Flestir í þjóðkirkju, fæstir í Vitund

Skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um 1.061einstakling síðan 1. desember 2021, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár en alls voru 228.205 skráð í þjóðkirkjuna þann 8. júlí sl. Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.710 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 27 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2%.
Meira

Gagnrýna drög að frumvarpi um sameiningu sýslumannsembætta

Fram kemur á vef SSNV að í Samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar mál nr. 122/2022, Drög að frumvarpi til laga um sýslumann með umsagnarfresti til 31. júlí 2022. á 76. fundi stjórnar SSNV, sem haldin var 5. apríl 2022, var brugðist við bréfi frá dómsmálaráðherra vegna fyrirhugaðrar endurskipulagningar sýslumannsembætta. Þar kemur fram að stjórn SSNV hafi áhyggjur af því að sýslumannsembættin verði sameinuð í eitt og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélögin í undirbúningi þeirrar endurskipulagningar. Í bréfi dómsmálaráðherra er vísað er í hraða stafræna þróun og að núverandi skipulag skipulag henti illa af þeim sökum.
Meira

Hólahátíð um helgina

Hin árlega Hólahátíð fer fram um næstu helgi þar sem ýmislegt verður á dagskránni. Byrjað verður á pílagrímagöngu frá Gröf á Höfðaströnd og heim að Hólum á laugardagsmorgni en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fram á sunnudageftirmiðdegi. Meðal dagskrárliða mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja sr. Gísla Gunnarsson til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi.
Meira

Hornfirðingar rændu Húnvetninga í blálokin

Lið Kormáks/Hvatar fékk Hornfirðingana í Sindra í heimsókn á Blönduósvöll í gærdag. Fyrir umferðina sat lið heimamanna þægilega í efri hluta 3. deildarinnar en gestirnir hafa verið að gera sig digra í toppbaráttunni og máttu illa við því að tapa stigum. Allt stefndi þó í að liðin skiptu stigunum á milli sín en skömmu fyrir leikslok tókst Sindra að koma boltanum í mark heimamanna og fóru því alsælir heim á Höfn. Lokatölur 0-1.
Meira