V-Húnavatnssýsla

Komið að skuldadögum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.
Meira

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Meira

Formannsskipti hjá Rauða krossinum

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní.
Meira

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna | Clara Ganslandt skrifar

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til samfélagsverðlauna í Húnaþingi vestra

Félagsmálaráð Húnaþings vestra óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um aðila til samfélagsviðurkenninga fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út í dag

Feykir og Sjónhorn fara í dreifingu í dag, fimmtudaginn 19. júní, en þjóðhátíðardagurinn setti strik í reikninginn varðandi prentun og dreifingu og blöðin því að berast í hús degi síðar en vanalega. Sjónhornið var reyndar komið á netið í gær en rafræn útgáfa Feykis varð aðgengileg nú í morgun.
Meira

Frelsið til þess að ráða eigin málum | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði að lokum 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Fjármagn tryggt til að hefjast handa við verknámshús

Eins og fram hefur komið hefur verið til samningur í rúmlega ár milli ríkis og sveitarfélaga um viðbyggingu við verknámshús FNV. og þriggja annarra verkmenntaskóla. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra höfðu skuldbundið sig til að standa við sinn hluta fjármögnunnar eða 40% heildarkostnaðar og gert ráð fyrir því í sínum fjárhagáætlunum fyrir árið 2025.
Meira

Þrír laxar á land í Miðfjarðará á opnunardegi

Húnahornið segir frá því að laxveiðitímabilið í Miðfjarðará hófst sl. sunnudag og eftir hádegi komu þrír fyrstu laxarnir á land. Einn veiddist í Kambsfossi og hinir tveir í Austuránni. Í fyrra var Miðfjarðará næst aflahæst af laxveiðiám landsins með 2.458 laxa og aðeins Ytri-Rangá sem var með fleiri veidda laxa.
Meira