Engin sláturtíð og 23 sagt upp hjá SAH afurðum á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.03.2025
kl. 15.22
Á vef SAH Afurða segir að engu sauðfé verði slátrað í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi næsta haust. Ákvörðunin tengist nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska. Þar segir að rekstur félagsins hafi verið þungur árið 2024, meðal annars vegna mikilla kostnaðarhækkana. Rík þörf sé á hagræðingu ef hægt eigi að vera að halda áfram á þeirri vegferð að bjóða neytendum vörur á samkeppnishæfu verði á sama tíma og verð til bænda þróist með ásættanlegum hætti.
Meira