V-Húnavatnssýsla

Saman getum við byggt upp – saman getum við gert gott samfélag betra

Nafn: Þóra Margrét Lúthersdóttir Aldur: 39 ára Heimili: Forsæludalur Fæðingarstaður: Reykjavík, 1sta febrúar 1982 Staða: Sauðfjár- og skógarbóndi Sæti á lista VG: 2-3 sæti
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2021 - Framlengd skil til 21. apríl.

Það er nú svo að þegar þessi þáttur kemur fyrir sjónir almennings er, þrátt fyrir hertar aðgerðir ríkisins í sóttvörnum, ekki búið að fresta Sæluviku líkt og gert var fyrir ári. Fyrst svo er freistumst við til að kasta fram fyrripörtum og gefum almenningi kost á að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Tíu þúsundasti gesturinn mætti í Stólinn í gær

Í gær náðist sá merki áfangi á skíðasvæðinu í Tindastóli að tíu þúsundasti gestur vetrarins mætti á svæðið. Var honum vel fagnað, skellt var í flugeldatertu og að sjálfsögðu var viðkomandi verðlaunaður. „Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson staðarhaldari í Stólnum.
Meira

Króksarar gera strandhögg á norskum grundum 1984

Á því herrans ári 1984 steig hópur glaðbeittra tuðrusparkara í 4. flokki Tindastóls upp í Benz-kálf sem renndi síðan frá sundlauginni á Króknum á fallegu júlíkvöldi. Eldri helmingur hópsins nýfermdur og fullkomlega sáttur við að vera kominn í tölu fullorðinna. Framundan var ævintýraferð á Norway Cup – stærsta fótboltamót í heimi – sem fram fór í Osló.
Meira

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og vegan Oreo ostakaka

Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og hérna kemur uppskrift af einum geggjuðum vegan hamborgara ásamt vegan Oreo ostaköku. Mæli með að prufa...
Meira

Alþjóðleg rannsókn á íslenskum hestaviðburði – Ný bók um Landsmót hestamanna

Út er komin bókin Humans, Horses and Events Management, sem fjallar um hestaviðburði og samskipti manns og hests (e. human-horse relations). Bókin er gefin út af CABI Publisher og er einstök að tvennu leyti. Annars vegar er þetta fyrsta bók sinnar tegundar sem fjallar um hestaviðburði sérstaklega og hins vegar hefur hún þá sérstöðu í viðburðastjórnunarfræðum að fjalla um einn ákveðinn viðburð frá mörgum sjónarhornum.
Meira

Ingvi Rafn ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021 í stað Tryggva Guðmundssonar sem leystur var undan samningi fyrir stuttu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að Ingva þurfi ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar.
Meira

Grillað folaldafille með fíneríi

Matgæðingur í tbl 3 á þessu ári var Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er umsjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ.
Meira

Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar

Föstudagsþáttur Viðreisnar í dag verður helgaður Norðvesturkjördæmi og er yfirskrift þáttarins „Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar“. Oddviti Viðreisnar í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar, Guðmundur Gunnarsson, fær til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á íbúum. Gestir Guðmundar verða þau Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Pétur G. Markan, fyrrverandi bæjarstjóri Súðavíkurhrepps og fyrrverandi formaður Vestfjarðarstofu og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.
Meira

„Grípum tækifærin verkin tala“

Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Ég býð mig áfram fram til forystu í 1. sæti í forvali VG sem nú stendur yfir í Norðvesturkjördæmi til að fylgja fast eftir hagsmunabaráttu þessa landshluta til sjávar og sveita. Það er nauðsynlegt að skapa áfram þann jarðveg að ungt fólk leiti eftir búsetu út um land og stuðli þannig að vexti og viðgangi landshlutans.
Meira