V-Húnavatnssýsla

Vel heppnað Snocross-mót í Tindastólnum

Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel en aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri.
Meira

Stríðinn klaufabárður

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.
Meira

Bjarni Jónsson sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í kjördæminu endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Meira

Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Hömrunum frá Akureyri í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en leikið var á Sauðárkróksvelli í dag. Eftir góða byrjun urðu Húnvetningar að bíta í það súra epli að fá á sig þrjú mörk í síðari hálfleik og tapaðist leikurinn 2-3. Lið Kormáks Hvatar því úr leik þetta sumarið.
Meira

Nándin - Áskorandapenni Sofia B. Krantz, sálfræðingur og bóndi í Víðidalstungu 2

Ég þakka Sigríði Ólafsdótt Hvað er nánd? Guðbrandur Árni Ísberg gaf út bókin „Í nándinni – Innlifun og umhyggja“ árið 2013. Nánd má lýsa sem taugafræðilegt, lífeðlislegt og tilfinningalegt ástand, þar sem við getum verið við sjálf, sagt það sem okkur raunverulega finnst og gert það sem okkur raunverulega langar að gera. Eins og við öll vitum þá er það ekki alltaf sjálfsagt, einfalt mál. Hvað þarf til þess? Hvað getur staðið í vegi?ur kærlega fyrir áskorunina og tek undir með henni. Samfélagið okkar er virkilega magnað. Ég er fullviss um að nándin skiptir hér miklu máli.
Meira

Hugleiðingar um ánamaðka

Ég fór út að skokka einn morguninn eftir góða rigninganótt á hlaupabrautinni á Króknum og á meðan er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á mér og datt ég í þann gír að velta því fyrir mér af hverju í ands.. ánamaðkar tækju upp á því að koma upp á yfirborðið um og eftir vætutíð... eru þeir haldnir sjálfsvígshugleiðingum, nei ég segi bara svona. Mér þykir þetta samt frekar undarlegt. Halda þeir kannski að grasið sé grænna hinumegin við hlaupabrautina. Ég ákvað því að kynna mér betur þessa frekar ógeðslegu og slímugu skordýrategund sem gerir lítið gagn annað en að vera fuglamatur eða hvað?
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Vinnumálastofnun hlýtur Byggðagleraugu SSNV 2021

Á ársþingi SSNV, sem haldið var í fjarfundi 16. apríl, voru Byggðagleraugu SSNV veitt í fyrsta sinn en á heimasíðu SSNV segir að undanfarið hafi mikið verið rætt um störf án staðsetningar og almennt flutning starfa út á land sem m.a. hefur lengi verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra. Byggðagleraugu SSNV fyrir árið 2021 hlýtur Vinnumálastofnun fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvammstanga og Skagaströnd.
Meira

Heiðlóan er Fugl ársins 2021

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti fimm fugla og raða þeim í sæti 1-5.
Meira