V-Húnavatnssýsla

Jólalag dagsins – Jólaklukkur

Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Vetrarsólstöður eru í dag á norðurhveli jarðar en frá þeim tíma tekur sól að hækka á lofti á ný. Á suðurhvelinu eru hins vegar sumarsólstöður.
Meira

Tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga felld

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira

Formaður ungra Framsóknarmanna stefnir á þing.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna gefur kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Lilja hefur verið formaður Sambands ungra Framsóknarmanna síðan 2018 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Jólalag dagsins - Á Norðurpólinn

Jólalag dagsins varð á vegi undirritaðs á lendum Fésbókar. Þar er á ferðinni Hljómsveitin Smóking sem gefur sig út fyrir að vera hress hljómsveit með fjölbreytt lagaval, snyrtilegan klæðaburð og mikið stuð á þeim viðburðum sem leikið er á.
Meira

Tónlistarveisla beint í æð beint úr Bifröst í kvöld

Það styttist óðfluga í að ungt og sprækt tónlistarfólk þrammi á svið í Bifröst og streymi jólin heim til þeirra sem hlýða vilja. Tónleikarnir, sem Feykir hefur áður sagt frá, kallast Jólin heima og verður opnað fyrir streymið kl. 19:30. Streymið er hægt að nálgast á YouTube síðunni TindastóllTV eða á heimasíðunni tindastolltv.com.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi til morguns

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra og gildir hún til klukkan ellefu í fyrramálið, mánudaginn 21. desember. Í spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Reiknað er með talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Brátt hækkar sól

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð Stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur alltaf verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því einhver tærleiki og fegurð barnæskunnar og barnatrúarinnar.
Meira

Styrkjum búsetu á landsbyggðinni

Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærður um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði. Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum verið að vinna, horfi ég til baka stoltur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum baráttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni.
Meira

Beðist velvirðingar á vandamálum tengdum kosningum

Í gær hófst kosning á Manni ársíns 2020 á Norðurlandi vestra hér á Feykir.is. Því miður hafa margir lent í vandamálum með að kjósa og er beðist velvirðingar á því. Vesenið er tæknilegs eðlis og vonumst við til að það verði leyst fljótt og örugglega.
Meira