V-Húnavatnssýsla

Varað við tjörublæðingum í malbiki

Vegagerðin varar við verulegum tjörublæðingum í malbiki á vegum í Borgarfirði, Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Eru ökumenn því hvattir til að hægja vel á sér þegar þeir mæta öðrum bílum þar sem hætta getur skapast af steinkasti.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir einstaklingarnir í sóttkví við greiningu. Tveir þeirra greind­ust við sótt­kví­ar­skimun og tveir við ein­kenna­skimun. All­ir voru í sótt­kví við grein­ingu. Alls voru tek­in 392 sýni inn­an­lands í gær og 619 sýni voru tek­in á landa­mær­un­um.
Meira

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!

Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning um val á framboðslista Framsóknarflokksins, samkvæmt reglum flokksins þar um. Framboðsfrestur til þátttöku í póstkostningunni rennur út þriðjudaginn 17. janúar 2021, kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 2. janúar 2021.
Meira

Reiknar með að flest fyrirtækin nái að þreyja þorrann

Í frétt á rúv.is segir frá því að framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannesdóttir, telji að meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi muni lifa Covid-faraldurinn af. Fleiri nái að þreyja þorrann en reiknað var með. Þá sé ferðaþjónustan á landsbyggðinni almennt með litlar skuldbindingar fyrir veturinn og ferðaþjónustuaðilar vanir að þurfa að bíða af sér tekjulitla mánuði.
Meira

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Meira

Hvað er jákvæð sálfræði?

Síðastliðinn vetur átti ég því láni að fagna að vera í námsleyfi og stunda nám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef orðið vör við nokkra mistúlkun á því hvað jákvæð sálfræði felur í sér og er gjarnan spurð hvort það sé til neikvæð sálfræði, hvort ég sé þá alltaf jákvæð eða kannski í Pollýönnuleik? Mig langar því að koma hér á framfæri stuttri kynningu á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem ég tel, fyrir utan að svara áðurnefndum spurningum, að hún eigi erindi til allra og geti stuðlað að aukinni vellíðan fyrir þá sem áhuga hafa, ekki síst á tímum sem þessum.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira

Ljós sett upp við göngustíg við Syðri-Hvammsá á Hvammstanga

Undanfarið hefur nýtt hverfi verið í byggingu við Lindarveg á Hvammstanga. Er það staðsett nærri göngustíg við Syðri-Hvammsá og er hann eina gönguleiðin að og frá hverfinu.
Meira

Ekkert flug milli Akureyrar og Amsterdam í vetur

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur. Áætlun gerði ráð fyrir 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður.
Meira

Ólöglegt varnarefni í 5-kornablöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af 5-kornablöndu frá Svansö sem Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð greindist í vörunni sem er ekki leyfilegt til notkunar í matvæli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira