V-Húnavatnssýsla

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira

Áhrif lútherskrar siðbótar á samfélagið - Áskorendapenni Magnús Magnússon - sóknarprestur á Hvammstanga og meistaranemi í kirkjusögu

Þakka bekkjarbróður mínum úr grunnskóla, Sigurði Hólmari Kristjánssyni, fyrir áskorun þess efnis að skrifa pistil í Feyki um sjálfvalið efni. Í ljósi þess að undirritaður er í námsleyfi frá prestsskap í vetur og stundar mastersnám í kirkjusögu með áherslu á siðbreytinguna þá kom varla annað til greina en að skrifa stuttan pistil um áhrif siðbótar á íslenskt samfélag.
Meira

Ýmislegt í boði frá Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi

Það eru allmargir smáframleiðendur sem hafa verið að bjóða upp á afurð í verkefninu Smáframleiðendur á ferðinni en það er verkefni þar sem framleiðendur geta verið með vörur sínar til sölu í sendibíl sem ferðast um Norðurland vestra á tilteknum tímum á tilteknum stöðum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Sigurður Hansen á Kringlumýri var kjörinn maður ársins fyrir árið 2019 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2020.
Meira

Föstudagspizza, stokkandarbringa og melónusalat

Matgæðingar í tbl 42 voru þau Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs ára syni þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II. Þau eru nýlega flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari og búfræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga.
Meira

Litakóðunarkerfi vegna Covid-19 tekið upp

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis að COVID-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.
Meira

Greinargerð sóknaráætlana

Út er komin greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir tímabilið 2015-2019 en sóknaráætlanir eru samstarfsverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Markmið þeirra er að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar.
Meira

Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

Undirrituð hefur lagt inn þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi ályktar að stefna skuli að flutningi höfuðstöðva RARIK á landsbyggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið.
Meira

Mesta hlutfallslega fjölgunin á árinu í Akrahreppi

Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fjölgað um 1,2% eða um 86 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. desember 2020 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mest fjölgaði í Sveitarfélaginu Skagafirði eða um 54 einstaklinga en hlutfallsleg fjölgun varð mest í Akrahreppi, 2,4%
Meira

Ekkert lát á norðanstorminum

Enn er óveður á landinu og eru vegir víða illfærir eða lokaðir af þeim sökum. Þá fellur skólahald og skólaskstur niður á nokkrum stöðum. Norðan stormurinn sem geysað hefur um landið frá því í gær heldur sínu striki og er vonskuveður víðast hvar með tilheyrandi röskun á samgöngum. Á Norðurlandi vestra eru margir vegir lokaðir eða ófærir. Fjallvegirnir um Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði eru lokaðir en á vef Vegagerðarinnar segir að verið sé að moka Öxnadalsheiði og takist vonandi að opna hana innan skamms.
Meira