V-Húnavatnssýsla

Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Styrkir hafa verið veittir úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021. Þetta kemur fram á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Velferðarsjóði Húnaþings vestra færð vegleg gjöf

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka sem undanfarin ár hefur saumað bútasaumsteppi og selt til styrktar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra kom á fund stjórnar sjóðsins sl. mánudag og færði sjóðnum að gjöf afrakstur ársins, 600.000 krónur.
Meira

Áskorun á Reykjavíkurborg vegna kröfu á Jöfnunarsjóð

Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði á fundi sínum þann 7. desember sl. um málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og kröfu Reykjavíkurborgar á hendur sjóðnum upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum.
Meira

Hraðallinn Hugsum hærra fyrir fyrirtæki í rekstri

Ráðgjafafyrirtækið Senza, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.
Meira

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira

Bjartsýnir bændur í Miðfirði

Sauðfjárbúskapur verður líklega seint talinn til gróðavænlegustu atvinnustarfsemi sem völ er á. Engu að síður má víða um land finna unga og bjartsýna bændur sem byggja ótrauðir upp jarðir sínar, þrátt fyrir lágt afurðaverð til bænda. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við stórhuga bændur á tveimur bæjum í Miðfirðinum sem þessa dagana standa í stórræðum við útihúsabyggingar á bæjum sínum.
Meira

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Varaafl bætt víða um land

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur á fjarskiptastöðum. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.
Meira