V-Húnavatnssýsla

Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrk úr Matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrstu úthlutun Matvælasjóðs í morgun en alls hljóta 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 milljónir en sjóðnum bárust 266 styrkumsóknir. Hægt er að horfa á upptöku frá úthlutuninni hér, en hún var í beinu streymi.
Meira

Dregið hefur úr bikblæðingum

Bikblæðingar eru nú mun minni á leiðinni milli Borgarness og Akureyrar en verið hefur síðustu daga. Ástandið fór að batna síðdegis í gær og er mun betra nú fyrir hádegi að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af því að ástandið gæti átt eftir að versna með hækkandi hitastigi þegar á daginn líður og fylgist grannt með ástandinu.
Meira

Til þess eru vítin að varast þau

Í foreldrahúsum var því iðulega haldið til haga að siðir, venjur og reglur væru mannanna verk og þeim væri hægt að breyta. Það tók mig smá tíma að átta mig almennilega á inntakinu. Þetta gildir í báðar áttir. Mannanna verk eru ekki öll af hinu góða og það sama á við um breytingar. Þrátt fyrir góðan hug og göfug markmið fer ósjaldan eitthvað úrskeiðis þegar skipt er um kúrs.
Meira

Tekjur sveitarfélaga dragast minna saman en áður var spáð

Starfshópur á vegum ríkis og sveitarfélaga áætlar að afkoma A hluta sveitarsjóða verði neikvæð sem nemur 17,7 milljörðum króna í ár. Það er um 2,2 milljörðum betri afkoma en starfshópurinn áætlaði í skýrslu í ágúst síðastliðnum þegar stefndi í 19,9 milljarða halla samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Benda nýjustu tölur til þess að samdráttur í tekjum verði minni en ráð var fyrir gert í sumar en heildargjöldi verði þau sömu. Þegar litið er til áætlana um skuldastöðu sveitarfélaganna þá er hún ögn skárri en nú en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun og sama gildir um veltufé frá rekstri. Þetta kemur fram í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins.
Meira

Tillaga um hvatningu til atvinnuþróunar

Á tímum atvinnuleysis og samdráttar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og verðmætasköpun að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun, skapa nýjar tekjur og störf hratt.
Meira

Fólk hvatt til að fresta för ef kostur er

Vegagerðin hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún hvetur almenning sem hyggur á ferðalög milli Borgarness og Akureyrar til að fresta för. Er það gert vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni og hafa valdið miklum skemmdum á bifreiðum og slysahættu.
Meira

Miklar hitasveiflur orsök tjörublæðinga

Tjörublæðingar eins og þær sem nú eru í stórum stíl á veginum frá Borgarfirði norður í Skagafjörð koma í kjölfar mikilla sveifla í hitafari síðustu daga. Blæðingar eru alþjóðlega þekktar en miklar hitasveiflur á skömmum tíma eins og oft einkennir íslenskt veðurfar gerir bikblæðingar af þessu tagi algengari hér en víða annars staðar. Þetta segir í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því í morgun.
Meira

Jólaferð smáframleiðenda

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni um Norðurland vestra þessa vikuna með viðkomu á níu stöðum allt frá Borðeyri og austur í Fljót. Smáframleiðendur, í samstarfi við Vörusmiðjuna BioPol á Skagaströnd, hafa verið á ferðinni um svæðið reglulega frá því í sumar og óhætt er að segja að þessi nýstárlegi verslunarmáti hafi mælst vel fyrir meðal íbúa enda er vöruúrvalið ótrúlega fjölbreytt.
Meira

Mikið tjón á bifreiðum vegna blæðinga í malbiki

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um land. Tilkynnt hefur verið um tjón á bifreiðum og segir í tilkynningu lögreglunnar að eitt umferðaróhapp megi rekja til þessara aðstæðna sem valda því að tjaran sest í munstur hjólbarðanna og aksturshæfni þeirra skerðist. Þá skapast einnig hætta af steinkasti frá bifreiðum sem á móti koma. Ökumenn eru því beðnir að hafa varann á, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.
Meira

Atvinnuleysisbætur hækka frá áramótum

Atvinnuleysisbætur munu hækka þann 1. janúar næstkomandi en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis og tekur hún gildi 1. janúar 2021.
Meira