V-Húnavatnssýsla

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Bíóbíll RIFF í Húnaþingi vestra í dag

Bíóbíll RIFF (Reykjavik International Film Festival) verður á ferðinni um landið dagana 17.–23. september 2020 og er fyrsti áfangastaður Húnaþing vestra og þar verður bíóbíllinn á ferðinni í dag. Í kvöld er áætlað að bíllinn komi sér fyrir við Hótel Laugarbakka þar sem bíómynd verður sýnd á norðurvegg hótelsins.
Meira

Fyllt upp í 4,5 km af skurðum á Gottorp

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðinni Gottorp í Húnaþingi. Á svæðinu sem um ræðir, eru skurðir sem áætlað er að séu alls 4,5 km að lengd.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira

Björn og Hlédís stýra vinnu við mótun landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sitja Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði á toppnum

Síðastu leikirnir í riðlakeppni 4. deildar fóru fram í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti stríðsmönnum Stokkseyrar. Ljóst var fyrir leik að heimamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar en með sigri gátu þeir tryggt sér efsta sætið í B-riðli og þá kannski auðveldari mótherja í átta liða úrslitunum.
Meira

Gleðigosinn Teitur - Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson

Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt.
Meira

Indverskar krásir

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í.
Meira