Efling sjálfbærni og seiglu samfélaga á Norðurslóðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.09.2020
kl. 15.21
Á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að þann 1. ágúst síðastliðinn var ýtt úr vör fjögurra ára þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á Norðurslóðum vegna aukinnar alþjóðavæðingar og áskorunum sem þeim fylgja. Verkefnið nefnist ArticHubs og er styrkt af Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa rannsóknamiðaðar og hagnýtar lausnir til að mæta þeim áskorunum sem Norðurslóðir standa nú frammi fyrir.
Meira
