V-Húnavatnssýsla

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga

Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.
Meira

Sögur frá landi í Sjónvarpinu í kvöld

Það má sennilega fullyrða að Norðurland vestra hafi fengið óvenju mikla athygli í sjónvarpsstofum landsmanna í sumar en bæði N4 og Landaþættir RÚV hafa verið duglegir að banka upp á hjá okkur. Í kvöld sýnir RÚV fyrsta þátt af þremur sem kallast Sögur frá landi og eru teknir upp á Norðurlandi vestra.
Meira

Breyttar reglur um takmörkun á samkomum

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á miðnætti í kvöld verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk.
Meira

Vaxandi sunnanátt með gulri viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland en búist er við suðvestan storm í kvöld og nótt 15-23 metra á sekúndu með rigningu og hviðum að 40 m/s. Það þýðir að varasamt getur verið fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.
Meira

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina. Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Meira

Atvinnuráðgjafi hjá SSNV með með nýsköpun sem sérsvið

Kolfinna Kristínardóttir hefur verið ráðin til SSNV sem atvinnuráðgjafi með áherslu á nýsköpun. Kolfinna hefur MA próf í hagnýtri menningarmiðlun og Bs próf í ferðamálafræði. Í tilkynningu frá SSNV kemur fram að Kolfinna hafi sett upp Matarhátíð í Skagafirði í tengslum við meistaraverkefni sitt þar sem áhersla var lögð á nýsköpun í matarmenningu og kynningu á skagfirsku hráefni og framleiðslu.
Meira

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir framkvæmdastjóra

USVH leitar að drífandi einstaklingi til að annast daglegan rekstur sambandsins. Þar á meðal er samskipti við aðildarfélögin, skipulagning viðburða ásamt öðrum þeim verkefnum sem USVH stendur fyrir eða tekur þátt í. Starfshlutfallið er um 20%.
Meira

Flestir veitingastaðir á Norðurlandi vestra með hlutina í lagi

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur farið í eftirlitsferðir á þá staði hvar seldar eru veitingar í umdæminu og eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættisins hefur verið kannað með sóttvarnir og aðgengi gesta að þeim og hvort að tveggja metra reglan sé virt. Einnig var kannað hvort farið væri eftir reglum að ekki sé minna en tveir metrar á milli borða.
Meira

Réttir Food Festival aflýst

Matarhátíðinni Réttir Food Festival, sem halda átti á Norðurlandi vestra dagana 14.-23. ágúst, hefur verið aflýst. Kemur þetta fram á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Meira