V-Húnavatnssýsla

Stefnt að stækkun verknámshúss FNV

Áform um fyrirhugaða stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa nú verið kynnt sveitarfélögunum á svæðinu. Samkvæmt teikningum sem lagðar hafa verið fram er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna.
Meira

Háskólinn á Hólum með sumarnám í viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld svo áhugasamir ættu að drífa sig í að skrá sig. Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi en staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.
Meira

Það besta við að búa á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu var efnt til leiks á Facebook síðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, þar sem fólk var beðið um að skrá í athugasemd það sem því líkaði best við að búa á Norðurlandi vestra. Þátttaka í leiknum var mjög góð, að því er segir á vef SSNV og voru ástæðurnar fjölbreyttar þó rauði þráðurinn hafi verið fólkið og náttúran.
Meira

Úthlutað úr Barnamenningarsjóði

Á dögunum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2020. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands og hefur hann það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Frá þessu er sagt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Meira

Sumarstörf námsmanna í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Í boði eru fjögur störf sem eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna COVID-19.
Meira

Fjöldatakmörk á samkomum hækka og fleiri tilslakanir

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi í dag, mánudaginn 25. maí. Nýju reglurnar veita heimild til að allt að 200 manns geti komið saman í stað 50 nú og heimilt er að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði. Einnig verður öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.
Meira

Nýr blaðamaður Feykis

Sumarafleysing Feykis þetta árið verður í höndum Soffíu Helgu Valsdóttur og hefur hún störf í dag. Soffía er gift Þorláki varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og eru börnin fjögur. Fluttu þau á Sauðárkrók fyrir tveimur árum þegar Þorlákur tók við þeirri stöðu. Áður bjuggu þau á Akureyri. Skagfirðingar tóku vel á móti þeim og auðvelt var að kynnast fólki. Hjálpaði íþróttaiðkun barnanna mikið til þar um.
Meira

Frumvarp um ferðagjöf kynnt í ríkisstjórn

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um ferðagjöf. Um er að ræða útfærslu á áður boðaðri aðgerð ríkisstjórnarinnar um 1,5 milljarða króna innspýtingu til að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Í frumvarpinu kemur fram að ferðagjöf er stafræn 5.000 króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu má nýta ferðagjöfina til greiðslu hjá eftirtöldum fyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Íslandi:
Meira

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Tún víða skemmd á Norðurlandi vestra

Ljóst er að víða koma tún illa undan snjóþungum vetri á Norðurlandi vestra samkvæmt heimildum Feykis og þá helst nýræktir og yngri tún. Á mörgum bæjum er verulegt kal og sum staðar taka tún hægt við sér þar sem enn er mikill klaki í jörðu og eiga því eftir að þorna.
Meira