V-Húnavatnssýsla

Vilja ráða ungt fólk í sumarbúðirnar í Háholti

Í Háholti í Skagafirði er nú unnið að því hörðum höndum að koma húsnæðinu í stand sem fyrst þar sem ætlunin er að starfrækja sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Þar sem stefnt er að því að fyrstu gestirnir komi um miðjan mánuðinn er leitað að áhugasömu starfsfólki. Feykir hafði samband við Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadal, sem rekið hefur sumar- og helgardvalarstað fyrir börn og ungmenni með fötlun, og forvitnaðist um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Háholti.
Meira

Landinn lifnar við

Hvítasunnuhelgin er jafnan ein mesta ferðahelgi sumarsins og það er ekki annað að sjá en landinn hafi verið á faraldsfæti þessa hvítasunnuna. Nú um sexleytið í kvöld höfðu ríflega 2000 bílar farið yfir Öxnadalsheiði og um 2500 yfir Holtavörðuheiði frá miðnætti. Eftir afar rólega tíð frá því um miðjan mars sökum COVID-19 virðist sem ferðasumar Íslendingsins sé komið í gang.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta

„Hér kemur uppáhalds maturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ sögðu matgæðingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard sem voru matgæðingar 23. tölublaðs Feykis árið 2018 .
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið varðandi tilurð og þróun íslensku gæðingakeppninnar. Eins og áður er fram komið er talið að fyrsta keppnin hafi farið fram árið 1944, þær hafi svo nokkuð fest í sessi. Á fyrsta landsmótinu 1950 fór gæðingakeppni fram, þar var byggt á gömlu aðferðinni við að dæma kynbótahross með dómnefndarfyrirkomulagi og ekki stuðst við eiginlegan dómkvarða en í kynbótadómunum á mótinu var tekinn upp glænýr tölulegur dómkvarði.
Meira

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Á WikiPedia stendur að forngrískt heiti hans sé πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.
Meira

Sá er fuglinn verstur er í sjálfs sín hreiður skítur - Áskorandapistill Birta Þórhallsdóttir Húnaþingi vestra

Við öll sem sinnum listsköpun þekkjum það að vera andlaus, þegar sköpunarkrafturinn kraumar innra með okkur en kemst einhverra hluta vegna ekki upp á yfirborðið. Í ritlist er þetta oft einnig nefnt ritstífla. Margt getur haft áhrif en yfirleitt er ástæðan sú að maður er að vinna fullan vinnudag og sinnir listsköpun í hjáverkum og er þar af leiðandi oft nokkuð þreyttur þegar maður sest við vinnuborðið í lok dags.
Meira

Ný röðunarvél komin í gagnið í Nýprenti

Einhverjir hafa sennilega orðið varir við að Sjónhorn og Feykir fóru að berast óheftuð til lesenda frá því síðla vetrar. Ekki kom það til af góðu og ekki heldur voru þetta sparnaðarráðstafanir – röðunarvélin gamla gaf einfaldlega upp öndina eftir 20 ár í bransanum og ný röðunarvél er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu búð. Sú nýja kom til landsins nú í byrjun mánaðarins og er komin í gagnið í Nýprenti.
Meira

Háholt hýsir sumarbúðir í sumar

Háholt í Skagafirði fyllist af lífi á ný eftir að hafa staðið tómt í nokkur misseri eftir að starfsemi sem þar var unnið með Barnastofu lagðist af. Áætlað er að í sumar verði reknar sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undirrituðu samstarfssamning í Háholti sl. miðvikudag en Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, átti ekki heimangengt og ritar nafn sitt síðar undir plaggið.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra sigursæll í Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti hófst á ný í gær þegar lið í tveimur riðlum háðu keppni í Laugardaldhöllinni. Keppnin er með nokkuð breyttu sniði í ár vegna áhrifa af COVID-19 en aðeins hafði tekist að ljúka keppni í tveimur riðlum, Norðurlandsriðli og Akureyrarriðli, áður en samkomubann skall á. Þeim skólum sem eftir áttu að keppa var raðað í fjóra riðla og munu síðari tveir riðlarnir keppa í dag.
Meira

Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir opnum fundum á Norðurlandi vestra nk. miðvikudag, þann 3. júní. Á fundunum munu þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson fara yfir nokkur atriði fyrir komandi mánuði, að því er segir í frétt á vef Markaðsstofu, northiceland.is.
Meira