„Ég er steinhættur að rembast við að gera vísu“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
30.04.2020
kl. 11.32
Í Bólstaðarhlíð býr Einar Kolbeinsson sem sýslar ýmislegt og segist vera alls konar bóndi. Eins og er í tísku um þessar mundir þá er fjölskyldan með ferðaþjónustu, Heimafengið ehf., bjóða gistingu í Bólstaðarhlíð og leigja út þrjú herbergi og tvær litlar íbúðir. „Þetta hefur gengið afar vel en auðvitað er ansi rólegt yfir því þessi dægrin,“ segir Einar. Ástæðan fyrir því að Feykir ákvað að banka upp á hjá Einari er ekki tengd ferðaþjónustu eða bústörfum – það er annars konar ræktun sem vekur forvitni að þessu sinni. Nefnilega vísnaræktin sem Einar stundar annað veifið og þar hefur sprettan verið með skásta móti nú í apríl.
Meira
