Útfararþjónusta á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.05.2020
kl. 12.11
Fyrir skömmu tók til starfa nýtt fyrirtæki á Norðurlandi vestra þegar hjónin Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd settu á fót útfararstofu, þá fyrstu á svæðinu. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Hugsjón – útfararþjónusta og er ætlunin að þjónusta allt Norðurland vestra. Feykir hafði samband við Jón og innti hann fyrst eftir því hvernig og hvers vegna hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað.
Meira
