Sumri fagnað á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
24.04.2020
kl. 15.53
Íbúar Húnaþings vestra kveðja veturinn án saknaðar enda hefur hann verið þeim erfiður fyrir margra hluta sakir. Sú hefð hefur verið við lýði á Hvammstanga allt frá árinu 1957 að Vetur konungur afhendi Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti eftir skrúðgöngu íbúa um staðinn. Engin hátíðahöld voru þar í gær en kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti mætti við sjúkrahúsið og söng fyrir íbúa Nestúns í blíðunni.
Meira
