V-Húnavatnssýsla

Þjóðararfur í þjóðareign

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.
Meira

Tekinn Á 166 km hraða í Blönduhlíðinni

Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, milt og stillt, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni.
Meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands vestra birt í samráðsgátt stjórnvalda

Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sóknaráætlunum landshlutanna sem munu ná yfir tímabilið 2020-2024. Drög að nýjum sóknaráætlunum verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda og er það í fyrsta sinn sem mál utan ráðuneyta eru birt þar. Nú þegar hafa sóknaráætlanir þriggja landshluta verið birtar í samráðsgáttinni, Suðurlands, Vestfjarða og nú síðast Norðurlands vestra.
Meira

Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn

Nýsköpunarlandið Ísland er samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, kynnti sl. föstudag nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Meira

Skrifstofur sýslumanns loka

Föstudaginn 11. október og mánudaginn 14. október verða skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki lokaðar vegna árshátíðar starfsmanna.
Meira

Toskönsk kjúklingasúpa og danskur grautur

Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson, kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla, sáu um matarþátt Feykis í 39. tbl. Feykis árið 2017. Þau voru þá nýflutt​ ​aftur​ ​norður​ ​í​ ​land​ ​eftir​ tíu​ ​ára​ ​búsetu​ ​í​ ​Kaupmannahöfn en​ ​Þorvaldur​ er uppalinn í Miðfirðinum en ​Kristín​ í​ ​Reykjavík.​ ​„Við​ ​höfum​ ​sest​ ​að​ ​í​ ​Hrútafirði​ ​með​ ​börnin​ ​fjögur sem​ ​ganga​ ​í​ ​leikskóla,​ ​grunnskóla​ ​og​ ​framhaldsskóla​ ​á​ ​Hvamsmtanga.​ ​Í Kaupmannahöfn​ ​var​ ​Þorvaldur​ ​yfirkokkur​ ​á​ ​dönskum​ ​veitingastað​ ​og​ ​leggur​ ​hér​ ​fram uppskrift​ ​af​ ​toskanskri​ ​kjúklingasúpu​ ​og​ ​uppáhalds​ ​eftirrétti​ ​Danans​ ​sem​ ​heitir Rødgrød​ ​med​ ​fløde,​ ​borið​ ​fram​ ​á​ ​danska​ ​vísu​ ​“röðgröððð​ ​meðð​ ​flöðöehh”. sem myndi þýðast​ ​yfir​ ​á​ ​íslensku​ ​“berjagrautur​ ​með​ ​rjóma”, sögðu þau Kristín og Þorvaldur.
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Matarmikil frétt af frárennslismálum

Á fréttavef RÚV má lesa skemmtilega skrifaða frétt af frárennslismálum frá sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Af fréttinni mátti ætla að mörg hundruð og jafnvel þúsundir máva væru að flögra í kringum útrásarop sem út úr streymdi þykk kjötsúpa frá sláturhúsinu. Með fréttinni fylgdi síðan ljósmynd af fuglageri, sem tekin var í fyrra.
Meira

Viðbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra vígð

Viðbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga var vígð síðastliðinn þriðjudag að viðstöddu fjömenni. Með viðbyggingunni hefur aðstaða í Íþróttamiðstöðinni batnað til muna og þjónusta við íbúana hefur aukist verulega. Sagt er frá vígslunni á vef sveitarfélagsins, hunathing.is.
Meira

Víðidalstungurétt um helgina

Stóðréttir verða í Víðidalstungurétt nú um helgina. Stóðinu verður smalað á morgun, föstudag og það svo rekið til réttar á laugardag. Dagskráin er í grófum dráttum á þá leið að á föstudag eftir að stóðinu hefur verið smalað verður því hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú kl. 14:30. Áð verður að Kolugili og lagt þaðan af stað með stóðið og það rekið í næturhólf kl. 17:30. Hægt verður að kaupa sér hressingu í skemmunni á Kolugili milli kl. 14:00 og 17:00 og frá kl. 17:00 fæst kjötsúpa í réttarskúr kvenfélagsins Freyju við Víðidalstungurétt.
Meira