V-Húnavatnssýsla

Lokatölur í laxveiðinni

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám landsins og hefur lokatölum verið skilað fyrir allar húnvetnsku árnar. Þær eiga það flestar sammerkt að afli þar er umtalsvert minni en síðustu ár og oft þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svo léleg sumur.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna.
Meira

Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag

Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Meira

Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

REKO Norðurland með afhendingar í vikunni

Á fimmtudag og föstudag, 3. og 4. október, verða REKO afhendingar á Norðurlandi en þar er um að ræða milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. REKO Norðurland var stofnað seint á síðasta ári og voru nokkara afhendingar í fyrravetur en nú er verið að taka upp þráðinn að nýju.
Meira

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands hafið

Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Í tilkynningu frá félaginu segir að stuðningur fjölskyldu og vina skipti miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu. Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
Meira

Talsvert magn fíkniefna gert upptækt

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að vel hafi tekist til um Laufskálaréttarhelgi, sem hafi farið vel fram svo og viðburðir henni tengdir. Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot og var hraðakstur þar mest áberandi. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lögreglumanna stóð vaktina um helgina.
Meira

Vígsla viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Á morgun, þriðjudaginn 1.október klukkan 18:00, verður viðbygging Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra vígð Af því tilefni er íbúum og gestum boðið til móttöku og gefst þeim tækifæri til að skoða aðstöðuna og njóta veitinga.
Meira

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira