V-Húnavatnssýsla

Sjávarútvegsráðherra vill styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum

Styrking minnihlutaverndar í veiðifélögum, aðkoma Hafrannsóknastofnunar að gerð arðskráa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati eru áherslur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna tillögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum:
Meira

Ný spennusaga frá Merkjalæk

Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu sem gefur bókina út.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Saumaði íslenska búninginn á strákana sína

Friðfinna Lilja Símonardóttir sagði lesendum frá handavinnunni sinni í 12. tbl. Feykis árið 2018. Friðfinna býr í Keflavík en er uppalin á Barði í Fljótum. Hún hefur lengi haft áhuga á margs kyns handverki og meðal annarra starfa sem hún hefur gegnt var starf hannyrðakennara við Grunnskólann á Hofsósi en þar bjó hún um nokkurra ár skeið. Hún segir að skemmtilegustu verkefnin séu að prjóna á barnabörnin en hún og maður hennar eiga samtals sex barnabörn.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir refaveiðimönnum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref. Héraðinu hefur verið skipt upp í sex veiðisvæði og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði. Svæðin sem um ræðir eru Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan.
Meira

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra

Rjúpnaveiðitímabilið nálgast og hefur leyfilegum veiðidögum fjölgað úr 15 í 22 að þessu sinni. Heimilt verður að veiða rjúpu frá 1. nóvember til og með 30. nóvember alla daga, að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann er áfram við lýði og er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir, að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Eru veiðimenn eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.
Meira

Samstarf á bjargi byggt

Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Meira

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspítala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.
Meira