V-Húnavatnssýsla

Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.
Meira

Bakaður fetaostur og nautasteik með eins litlu grænmeti og mögulegt er

Kúabændurnir Brynjar og Guðrún Helga í Miðhúsum í Blönduhlíð deildu uppskriftum með lesendum Feykis í 19. tbl. ársins 2017 og að sjálfsögðu varð nautasteik fyrir valinu. Þau hófu búskap á heimaslóðum Guðrúnar í Miðhúsum þremur árum áður og bjuggu þá með 40 kýr og eitthvað af hundum, köttum, hestum og kindum. Að eigin sögn er Brynjar „bara sveitadurgur“ en Guðrún kenndi við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi auk þess að troða upp sem söngkona við hin ýmsu tækifæri. Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Meira

Flóttafólkinu tekið opnum örmum

Í vikunni sem leið settust átta sýrlenskar fjölskyldur að á Norðurlandi vestra. Fimm þeirra komu til Hvammstanga, 23 manns, og þrjár til Blönduóss, alls 15 manns. Innan skamms er svo von á einni fjölskyldu til viðbótar til Blönduóss og telur hún sex manns. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið í allnokkurn tíma en sveitarstjórn Húnaþings vestra tók ákvörðun um að taka á móti hópnum um miðjan desember og á Blönduósi var sambærileg ákvörðun tekin í febrúar.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira

Greta Clough nýr formaður UNIMA á Íslandi, heimssamtaka brúðulistafólks

Greta Clough hefur verið kjörin formaður UNIMA á Íslandi, en UNIMA eru heimssamtök brúðulistafólks. Samtökin voru stofnuð 1929, og í dag er UNIMA (Union Internationale de la Marionette) með deildir í 101 landi og opinber samstarfsaðili UNESCO. Brúðuleik má finna í öllum tegundum samtímasviðslista. Í leikhúsi, kvikmyndum, á mannfögnuðum og atburðum, í menntaskyni og til lækninga, rétt eins og önnur listform, þá er brúðuleikur leið til að samreina fólk og berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi.
Meira

Úrslit í stærðfræðikeppni 9. bekkinga

Í gær var keppt til úrslita í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga. Keppnin fór fram á Ólafsfirði í gær. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að keppnin hefi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.
Meira

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund

Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings verður haldinn nk. sunnudag, 26. maí í Eyvindarstofu á Blönduósi og hefst hann kl. 14:00. Á fundinum flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur fyrirlestur sem ber heitið Draumar og draugar.
Meira

Kaffi í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun laugardag, en flokkurinn var stofnaður þann 25. maí 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Til að fagna þessum tímamótum stendur flokkurinn fyrir viðburðum víðsvegar um land. Á Norðurlandi vestra verður boðið í kaffi á Sauðárkróki og á Hvammstanga.
Meira

Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið - Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu

Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra, þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga.
Meira

Ný vefsjá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur opnað nýja útgáfu af vefsjá þar sem hægt er að afla sér ýmargvíslegra upplýsinga varðandi hina ýmsu staði víðsvegar um landið. Þar má m.a. finna upplýsingar um áhugaverða viðkomustaði og þá þjónustu sem ferðalöngum stendur til boða.
Meira