V-Húnavatnssýsla

Beint flug milli Akureyrar og Rotterdam

Nú hefur hollenska flugfélagið Transavia hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi. Ferðirnar sem um ræðir verða farnar í sumar og næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar og er flugið tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, þannig að segja má að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.
Meira

Úrslitakeppni Skólahreysti í gær

Úrslitakeppni Skólahreysti 2019 var háð í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem tólf skólar höfðu unnið sér keppnisrétt, efsti skólinn úr hverri undankeppni vetrarins auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Tveir skólar á Norðurlandi vestra áttu lið í keppninni, Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli.
Meira

Fluiding myndlistarnámskeið á Norðurlandi

Föndurskólinn Óskastund er að fara í hringferð um landið með fluiding myndlistarnámskeið og munu gera stans á Norðurlandi. Fyrstu námskeiðin verða á Hvammstanga 11. maí kl. 14. og Blönduósi sama dag kl.18. Þá er haldið á Sauðárkrók daginn eftir þann 12. maí og hefst námskeið þar kl.11 áður en farið er til Siglufjarðar kl. 14 og Dalvíkur kl.16. Á Akureyri verða þrjú námskeið mánudaginn 13. maí kl. 12, 13 og 18.
Meira

Námskeið í Textíl Fab Lab

Vikuna 13.-17. maí fer fram alþjóðlegt námskeið í Textíl Fab Lab og kynning á Fabricademy, sem er Fab Lab nám sérmiðað að tækni og textíl og hvernig hægt er að gera snjallan textíl. Mánudaginn 13. maí mun hópurinn leggja af stað norður í land og heimsækja fyrirtæki sem tengjast textíl s.s. Álafoss, Textílsetrið á Blönduósi og Gestastofu Sútarans.
Meira

Sigurður Líndal í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn á Fosshótel Húsavík í gær. Meðal dagskrárliða var stjórnarkjör þar sem kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra og eina á Norðurlandi vestra. Aðalmenn í stjórn Markaðsstofu Norðurlands eru kosnir til tveggja ára í senn og varamenn á hverju ári.
Meira

Norðlægar áttir og kalt hjá spámönnum Dalbæjar

Í gær, þriðjudaginn 7. maí kl. 14, komu saman til fundar átta félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar sem sýndi að í raun og sannleika varð veðrið miklu betra en gert var ráð fyrir!
Meira

Guðný Hrund hættir sem sveitarstjóri Húnaþings vestra

Á 1000. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var sl. mánudag, var lagt fram bréf frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra, þar sem hún segir upp starfi sínu sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá og með næstu mánaðamótum. Uppsögnin er með þriggja mánaða fyrirvara og miðast því starfslok við 31. ágúst nk.
Meira

Heilbrigðisráðherra falið að móta heildstæða stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala

Alþingi samþykkti í gær að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmið stefnunnar verði að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa eða í öðrum neyðartilvikum.
Meira

Mannbjörg er bátur sökk

Mannbjörg varð þegar fiskibátur sökk um eina sjómílu frá landi við Hvammstanga um klukkan hálf fimm í morgun. Í fréttum RÚV er haft eftir lögreglu að talið sé að báturnn hafi rekist á sker þar sem hann var á landleið og leki komist að honum.
Meira

Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið

SÁÁ álfurinn er 30 ára um þessar mundir og þá er tilvalið að fagna saman og kaupa álfinn. Sölufólk verður á ferðinni frá deginum í dag og fram á sunnudag, 12. maí en álfasalan hefur verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna þessa þrjá áratugi.
Meira