Beint flug milli Akureyrar og Rotterdam
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.05.2019
kl. 14.10
Nú hefur hollenska flugfélagið Transavia hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi. Ferðirnar sem um ræðir verða farnar í sumar og næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar og er flugið tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, þannig að segja má að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.
Meira
