Samningar undirritaðir í gær vegna móttöku flóttafólks í Húnavatnssýslurnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.05.2019
kl. 08.41
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær tvo samninga við annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Blönduós vegna móttöku flóttafólksins sem komið er frá Sýrlandi en um er að ræða níu fjölskyldur, samtals 43 einstaklinga. Ætlunin er að um helmingur þeirra setjist að á Hvammstanga og um helmingur á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Meira
