V-Húnavatnssýsla

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra

Í sumar stendur Handbendi fyrir Sumarleikhúsi æskunnar í Húnaþingi vestra. Um er að ræða sjö vikna verkefni sem opið er öllum börnum og ungmennum frá 7-18 ára að aldri. Þetta er í fyrsta skipti sem Sumarleikhús æskunnar eru haldið.
Meira

Vel á annan tug safna og setra hluti af ferðaþjónustu svæðisins

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar var haldin sl. mánudag í efri sal Ömmukaffis á Blönduósi. Guðrún Helga Stefánsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur stýrði vinnustofunni og hafði aðalframsögu auk þess sem Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands greindi frá þeim möguleikum í samvinnu safna og setra, sem markaðsstofan telur að geti verið fýsilegir.
Meira

Saga þýskra kvenna á Íslandi

Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO standa fyrir viðburðaröð í júní með þýska rithöfundinum og blaðamanninum Anne Siegel í tilefni 70 ára afmælis komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands. Meðal þeirra staða sem heimsóttir verða eru Héraðsbókasafn A-Hún á Blönduósi og Félagsheimilið Ásbyrgi, Laugabakka.
Meira

Hjálmanotkun áfram nokkuð góð

Síðustu ár hefur VÍS gert könnun á notkun hjálma hjá hjólreiðafólki í Reykjavík í tengslum við Hjólað í vinnuna. Á dögunum var slík könnun gerð og var 90% hjólreiðafólks með hjálm á höfði. Síðustu fimm ár hefur þetta hlutfall verið á bilinu 88% til 92%.
Meira

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir allt það starf sem nú þegar hefur verið unnið við að koma Arctic Coast Way af stað, en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi.
Meira

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Meira

Almennt tekist vel við framkvæmd sóknaráætlana

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015 að því er fram kemur í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Evris gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara og lagðar fram tillögur til úrbóta. Frá þessu er sagt í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Meira

SSNV heldur ráðstefnu um umhverfismál

Þriðjudaginn 28. maí nk. standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu um umhverfismál á Húnavöllum. Á ráðstefnunni mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori landshlutans en greiningin er hluti af áhersluverkefni samtakanna fyrir árnin 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.
Meira

Las ástarsögur eftir Eðvarð Ingólfsson og Andrés Indriðson um fermingu

Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem þá var grunnskólakennari við Grunnskólann austan Vatna á Sólgörðum í Fljótum, svæðisleiðsögumaður og fyrrum blaðamaður hjá Feyki, leyfði okkur að skyggnast aðeins í bókaskápinn sinn í fermingarblaði Feykis 2018. Eins og gefur að skilja er Dalalíf Guðrúnar frá Lundi í miklu uppáhaldi hjá henni en hún setti upp á Sauðárkróki, ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, sýninguna Kona á skjön sem fjallaði um ævi og störf Guðrúnar og hefur sýningin verið sett upp á nokkrum stöðum á landinu síðan.
Meira

Húnaþing vestra mótmælir drögum að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir á fundi sínum þann 9. maí sl. bókun byggðarráðs frá 6. þ.m. varðandi verkefni þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, mál nr. S-111/2019. Leggst sveitarstjórn gegn fyrirliggjandi drögum og hvetur til að þau verði endurskoðuð í mun nánara samstarfi við heimamenn en gert hefur verið.
Meira