Perla Ruth valin íþróttakona Umf. Selfoss
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2019
kl. 13.17
Frammistaða Perlu Ruthar Albertsdóttur, handknattleikskonu frá Eyjanesi í Hrútafirði, er glæsileg í boltanum en hún leikur með Umf. Selfoss og íslenska kvennalandsliðinu. Í gær var hún valin íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þann heiður. Þar með bætist enn einn íþróttamannstitillinn í safnið því um áramótin var hún valin íþróttamaður USVH árið 2018 og íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar.
Meira
