V-Húnavatnssýsla

Lífshlaupið hófst í dag

Lífshlaupið var ræst í tólfta sinn í Breiðholtsskóla í morgun við mikla gleði viðstaddra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og Garðar Svansson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis.
Meira

VG fagna 20 árum

20 ár eru í dag frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Og það eru tveir dagar fram að afmælisveislu hreyfingarinnar sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Árnaðaróskum rignir nú yfir forystu og starfsfólk VG, þar sem félagar hreyfingarinnar óska hreyfingunni langrar og bjartrar framtíðar. Fyrsti formaður VG var Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í afmæli VG. Upplýsingar um afmælisfögnuðinn og flokksráðsfund má finna hér á heimasíðunni og á samskiptamiðlum.
Meira

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. tekið

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. í nýbyggingu Byggðastofnunar við Sauðármýri á Sauðárkróki var tekið þann 4. febrúar sl. Aðeins bárust tvö tilboð í verkið, frá Friðrik Jónssyni ehf. og K-Tak ehf.
Meira

Febrúarmánuður verður rysjóttur

Þriðjudaginn 5. febrúar komu ellefu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og spá fyrir um veðrið í febrúar. Heldur meiri snjókoma var í janúar en klúbburinn hafði gert ráð fyrir en að öðru leyti voru fundarmenn nokkuð sáttir við hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Vatnsveitur á lögbýlum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Á heimasíðu MAST kemur fram að umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars og verður umsóknarfrestur ekki framlengdur.
Meira

Upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 11. febrúar verður haldinn opinn upplýsingafundur vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna í Húnaþingi vestra. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst hann klukkan 17:00.
Meira

Íbúar Svf. Skagafjarðar orðnir 4001

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru komnir yfir 4000 manna múrinn eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár og fjölgaði í sveitarfélaginu um 11 manns eða um 0,3% frá 1. des 2018 til 1. feb. 2019. Eru Skagfirðingar því samtals orðnir 4203, 4001 í Svf. Skagafirði og 202 í Akrahreppi. Á Norðurlandi vestra búa nú samtals 7.228 íbúar og hefur fjölgað um einn á þessum tveimur mánuðum.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Krabbameinsfélagið fagnar samþykkt fyrstu íslensku krabbameinsáætlunarinnar

Í vikunni urðu stór tímamót þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að fyrsta íslenska krabbameinsáætlunin, sem gildir til ársins 2030, hefði verið samþykkt. Krabbameinsfélagið fagnar þessum mikilvægu tímamótum, en félagið hefur allt frá árinu 2010 beitt sér fyrir því að gerð yrði íslensk krabbameinsáætlun. Árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að hafin yrði vinna við áætlunina.
Meira

Féll ekki fyrir Fimm fræknu

Berglind Þorsteinsdóttir sá um þátt Feykis, Bók-haldið, í 20. tölublaði í maí árið 2017 og fer hann hér á eftir: Berglind Þorsteinsdóttir er lesendum Feykis að góðu kunn en hún var ritstjóri blaðsins um árabil. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í menningarfræði við Háskóla Íslands og var að ljúka fyrra árinu af tveimur. Hún er fornleifafræðingur að mennt og í sumar mun hún starfa hjá Byggðasafni Skagafjarðar við að pakka niður safnkostinum fyrir flutning en hún hefur áður starfað við fornleifadeild safnsins. Berglind er uppalin í Mosfellsbæ og síðar Reykjavík en flutti á Krókinn fyrir átta árum ásamt eiginmanni sínum, Skagfirðingnum Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni frá Kringlumýri. Saman eiga þau þrjú börn og hundstík. Feykir hafði samband við Berglindi til að athuga hvað hún hefur verið að lesa síðan hún lét af störfum hjá blaðinu. Eins og viðtalið ber með sér er nokkur tími liðinn síðan það var tekið.
Meira