V-Húnavatnssýsla

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Frumframleiðsla – Hvað svo?

Á seinni degi ráðstefnu Byggðastofnunar, Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum, sem haldin var í Hveragerði dagana 22.-23. febrúar, hélt Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, erindi fyrir hönd landshlutasamtaka- og atvinnuþróunarfélaga. Bar erindið yfirskriftina Frumframleiðsla – Hvað svo?
Meira

Miðflokksþingmenn aftur á þing

„Í kjölfar óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu tók ég þá ákvörðun að taka mér leyfi frá þingstörfum, íhuga stöðu mína og hvernig ég gæti safnað vopnum mínum, endurheimt traust kjósenda og haldið áfram þeim störfum sem ég var kjörinn til,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi, sem ákveðið hefur að taka á ný sæti á Alþingi eftir stutt frí.
Meira

Hlutfall erlendra ríkisborgara lægst á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. Í frétt á vef Þjóðskrár kemur fram að hlutfall erlendra ríkisborgara er talsvert misjafnt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 40% niður í engan skráðan.
Meira

Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Formaður og starfsmenn SSNV sitja, í gær og í dag, ráðstefnu Byggðastofnunar í Hveragerði sem ber yfirskriftina Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum. Á ráðstefnunni er fjallað um eru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig þær tengjast landshlutunum og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar framundan

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. -28. janúar 2019. Samkvæmt tilkynningu félagsins er framkvæmd athugunarinnar einföld en það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra

Eitt af markmiðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Ratsjáin er eitt þeirra verkefna og er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Því er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Meira

Vilja að allur fiskur verði boðinn til sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna sem seldur er á milli ótengdra aðila

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu í síðustu viku fund með fulltrúum Fiskmarkaðs Suðurnesja, Fiskmarkaðs Íslands, Fiskmarkaðs Vestfjarða, Fiskmarkaðs Norðurlands og Reiknistofu Fiskmarkaða. Málefni fiskmarkaða landsins voru rædd og mikilvægi þeirra fyrir aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Meira

Vilja styðja betur við barnshafandi konur af landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir,heilbrigðisráðherra, kynntu á ríkisstjórnarfundi á föstudag áform um skoða í sameiningu breytingar sem ætlað er að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra.
Meira

Rúta endaði utan vegar við Víðihlíð

Um kl.22.00 í kvöld, barst tilkynning til lögreglunnar á Norðurlandi vestra, þess efnis að hópbifreið á suðurleið, hefði lent utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal. Í bifreiðinni voru 31 með ökumanni, farþegar voru allir ungmenni á aldrinum 16-19 ára. Bifreiðin var á hjólunum allan tímann og enginn meiddist við óhappið.
Meira