V-Húnavatnssýsla

Pottréttur og einfaldur og góður ís

Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.
Meira

Mikilvægt að tilkynna strax séu hross á vegi

Vátryggingafélag Íslands vill vekja athygli á því að undanfarna mánuði hefur slysum þar sem ekið hefur verið á hross fjölgað nokkuð. Slíkum slysum hefur reyndar farið fækkandi undanfarin ár en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting á. Hvetur VÍS ökumenn til að nota háu ljósin sé enginn bíll fyrir framan og að tilkynna strax til Neyðarlínunnar ef hross eru sjáanleg utan girðingar.
Meira

Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira

Til sjávar og sveita - Viðskiptahraðall fyrir sjávarútveg og landbúnað

Til sjávar og sveita heldur opinn kynningarfund á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 12:00 í húsnæði Farskólans við Faxatorg og eru allir velkomnir til fundarins. Hér er um að ræða viðskiptahraðal sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja sem koma til með að vera í fremsta flokki innan landbúnaðar og sjávarútvegs.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2019 opinberaður

Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.
Meira

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Þingflokksformenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem deilur urðu vegna formanns nefndarinnar, Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Nokkrir nefndarmenn vildu að hann viki sæti en tillaga þess efnis var vísað frá.
Meira

Bilun í heitavatnslögn á Laugarbakka

Vegna bilunar snemma í morgun á lögn frá borholu á Laugarbakka verður vatnslaust á Hvammstanga, í Víðidal og í Miðfirði fram eftir degi. Unnið er að viðgerð en fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgist vel með heimasíðu Húnaþings vestra varðandi framgang viðgerðarinnar.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Skattaafsláttur til þriðja geirans

Frumvarp til laga liggur nú fyrir á Alþingi um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og mælti hann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrir helgi. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir og íþróttafélög, og hvetja til þess að félögin efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu.
Meira

Þrjár af uppáhaldsuppskriftum fjölskyldunnar

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson á Sauðárkróki voru matgæðingar í 4. tölublaði ársins 2017. „Heiða systir skoraði á okkur að vera næstu matgæðingar Feykis og að sjálfsögðu reynum við að standa undir því. Hér sendum við þrjár uppskriftir sem allar eru í nokkru uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Allt eru þetta tiltölulega fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem að okkar mati bragðast bara býsna vel,“ sögðu þau Gígja Hrund og Helgi Svanur sem tóku á móti áskorun alla leið frá Kirkjubæjarklaustri, en þar býr Heiða, systir Gígju.
Meira