V-Húnavatnssýsla

Ráðist í aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón

Á samstarfsfundi ofangreindra aðila föstudaginn 22. febrúar voru ræddar aðgerðir til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram kom að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.
Meira

Blautt og hvasst í dag

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir Suðurland, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Suðvestanstormur eða -rok er nú á Norðurlandi vestra, 15-23 m/s allra austast og vindhviður 30 til 40 m/s. Á heimasíðu Veðurstofunnar eru ferðalangar hvattir til að fara varlega.
Meira

Tóti Eymunds og Helga Una Björnsdóttir í landsliðshóp LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu í gær landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verður breyting
Meira

Ferðamenn á fartinni um helgina

Mikill erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð en á Facebooksíðu embættisins kemur frama að mikil umferð hafi verið um umdæmið og færð líkt og á sumardegi.
Meira

Ratsjáin fer vel af stað

Eins og greint var frá á Feyki.is í síðustu viku var Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sett af stað þann 12. febrúar sl. með þátttöku sex fyrirtækja á Norðurlandi vestra. Verkefnið gengur þannig fyrir sig að hvert og eitt fyrirtæki er tekið fyrir í einu þar sem þau bjóða öðrum þátttakendum í verkefninu heim og fara þá þátttakendur nákvæmlega í gegnum rekstur þess fyrirtækis.
Meira

Skordýr í poppmaís

Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að skordýr hafa fundist í poppmaís frá Coop. Um er að ræða 500g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Samkaup er að innkalla vöruna úr verslunum og frá neytendum.
Meira

Las Sólon Íslandus einu sinni á ári

Það var Guðrún Hanna Halldórsdóttir, fyrrum skólastjóri og síðar deildarstjóri við Sólgarðaskóla í Fljótum, sem svaraði spurningum Bók-haldsins í 42. tbl. Feykis árið 2017. Guðrún, sem er komin á fríaldurinn að eigin sögn, er Siglfirðingur að upplagi en hefur lengst af búið á Helgustöðum í Fljótum. Hún er nú flutt til Ólafsfjarðar ásamt bónda sínum Þorsteini Jónssyni. Í bókahillunum hjá Guðrúnu eru nokkur hundruð bækur og aðspurð um hvers konar bækur séu í mestum metum segist hún vera bókaormur og lesa alls kyns bókmenntir og hún hafi dálæri á mörgum höfundum af mismunandi ástæðum.
Meira

Kjúklingasalat, piparsósa og túnfisksalat án samviskubits

„Vinsælustu réttirnir á okkar heimili eru mjög einfaldir og ódýrir, það er sennilega það besta við þá. Fyrsta uppskriftin er piparsósa, sem er alltaf gott að eiga til staðar. Þetta er sennilega uppáhaldssósan okkar heima vegna þess hve auðvelt er að búa hana til og hversu góð hún er. Svo ætlum við að gefa ykkur uppskrift af mjög hollu túnfisksalati sem er búið að sigra heimilið, öllum finnst þetta gott og það er virkilega einfalt að búa til. Okkur finnst best að bera túnfisksalatið fram með hrökkexi eða bara venjulegu Ritz kexi. Þetta salat er líka mjög fínt í túnfisksamloku.
Meira

Úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landvísu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kunngert hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verði ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land.
Meira

Styrkveitingar úr Menningarsjóði Sparisjóðs Húnaþings vestra

Nýlega var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu en auglýst var eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum í janúar sl. Alls bárust 25 umsóknir upp á samanlagt 28 milljónir króna og ákvað stjórnin að veita styrki að upphæð 10.700.000 kr. til 16 aðila. Hæsti styrkurinn, sem nemur 3,3 milljónum króna, kom í hlut Félagsheimilisins á Hvammstanga vegna endurnýjunar og uppfærslu ljósabúnaðar og hljóðkerfis fyrir húsið.
Meira