Ráðist í aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.02.2019
kl. 10.44
Á samstarfsfundi ofangreindra aðila föstudaginn 22. febrúar voru ræddar aðgerðir til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram kom að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.
Meira
