V-Húnavatnssýsla

Stefnt að opnun Norðurstrandarleiðar í júní

Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way verður opnuð í sumar en verkefnið fékk nýlega úthlutað hæsta styrk ársins úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra eða fimm milljónir króna. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarin ár en hér er um að ræða 800 km leið meðfram strandlengju Norðurlands.
Meira

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.
Meira

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
Meira

Ungur Húnvetningur fékk verðlaun í ritlistarsamkeppni

Hersteinn Snorri Baldursson nemandi í leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi vestra hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasamband Íslands efndi til í tilefni af degi leikskólans sem haldinn var hátíðlegur þann 6. mars sl. Samkeppnin er liður í vitundavakningu sem Kennarasambandið hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara í haust. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess.
Meira

Opinn fundur Framsóknar í gær

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmenn Norðvesturskjördæmis, voru gestir Framsóknarfélags Skagafjarðar í gærkvöldi en boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Vel var mætt í salinn og sköpuðust fínar umræður um hin ýmsu málefni.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Norðurland vestra í gær

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú á ferð um landið undir yfirskriftinni Á réttri leið og sannarlega má segja flokkurinn hafi verið á réttri leið í gær þar sem fundaherferðin hófst á Norðurlandi vestra. Fyrsti fundurinn var haldinn á Laugarbakka í Húnaþingi en seinna um daginn var rennt í Skagafjörðinn og haldinn fundur í Ljósheimum. Þess á milli var komið við á bæjarskrifstofunum á Blönduósi og í Spákonuhofi á Skagaströnd og púlsinn tekinn á atvinnulífi staðanna og bæjarbragnum almennt.
Meira

Könnun á stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV stendur nú fyrir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæði samtakanna. Nefndin var skipuð á haustþingi SSNV í október og hefur það hlutverk að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Á vef SSNV segir að til þess að hægt sé að setja saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum þurfi að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar og greining á þáttum varðandi samgöngu- og innviðamál.
Meira

Börn og gæludýr – Vídeó

Það er alltaf gaman af myndböndum sem tekin eru af börnum og gæludýrum ekki síst ef þau eiga vel saman. Eftirfarandi fannst á Facebook og fær titilinn Krúttmyndband dagsins.
Meira

Forðast að lenda í bókaskorti

Viðmælandi Feykis í Bók-haldinu í 35. tbl. árið 2017 heitir Jóna Guðrún Ármannsdóttir, bóndi og húsmóðir í Laxárdal 3 í Hrútafirði í Húnaþingi vestra. Jóna fæddist á Akureyri á jóladag árið 1973 og ólst upp á Vatnsleysu í Fnjóskadal þar sem hún bjó til 17 ára aldurs þegar hún fór til náms í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún manninum sínum, Jóhanni Ragnarssyni úr Laxárdal, en þangað flutti Jóna árið 1995 og búa þau hjónin þar með rúmlega 1000 kindur. Börnin eru fimm og hefur Jóna verið heimavinnandi síðan það yngsta fæddist, árið 2010. Áður starfaði hún um nokkurra ára skeið sem kennari við Grunnskólann á Borðeyri en hún stundaði fjarnám við Kennaraháskólann og lauk því árið 2007. Þrátt fyrir annir við búskapinn og stórt heimili er Jóna afkastamikil við bóklesturinn og við fengum að hnýsast aðeins í hennar lestrarhætti.
Meira