V-Húnavatnssýsla

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins um helgina

Sameiginlegur nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins fer fram nk. laugardag, 12. janúar, í Húnaveri. Á dagskrá er kvöldverður, kórsöngur, skemmtiatriði og dansleikur með Geirmundi Valtýssyni.
Meira

Innlausnarvirði mjólkur og sauðfjár árið 2019

Virði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins hefur nú verið reiknað út samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt. Innlausnarvirði mjólkur er 100 kr./ltr. og sauðfjár 11.705 kr./ærgildi.
Meira

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir hefur verið skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára frá 1. janúar 2019. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rannsókna.
Meira

Vinsæll venjulegur heimilismatur

Elísabet Kjartansdóttir og Páll Bragason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 1. tölublaði ársins 2017 og gáfu lesendum uppskriftir að vinsælum heimilismat á þeirra heimili. „Við ætlum ekki að fara alveg hefðbunda leið í þessu en venjan er að komið sé með uppskriftir að þriggja rétta máltíð en við ætlum ekki að gera það enda erum við venjulega ekki með forrétt á borðum hjá okkur. Við ætlum bara að koma með uppskriftir af venjulegum heimilismat sem er vinsæll hér hjá okkur en á heimilinu búa fjögur börn og það getur verið svolítil þraut að bjóða upp á mat sem öllum þykir góður. Við erum því með uppskrift af dásamlega góðu pestói sem er mjög gott ofan á kex eða á nýbakað brauð sem er ennþá betra. Við erum líka með uppskrift af mjög góðum kjúklingarétti sem er afar vinsæll hér á borðum hjá okkur, krakkarnir bóksaflega drekka sósuna og við Palli elskum kartöflurnar sem við höfum alltaf með. Þetta er allt svo saðsamt að það er óþarfi að hafa einhvern eftirrétt en við komum samt með uppskrift af einum laufléttum og góðum,“ sagði Elísabet.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 0,7% milli ára

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Valgarður Hilmarsson skipaður formaður nýs starfshóps

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur skipað starfshóp sem gera skal tillögur að stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga. Formaður starfshópsins er Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar og sveitarstjórnarmaður til margra ára.
Meira

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.
Meira

Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Enn á ný lögðust spákonurnar í Spákonuhofinu undir feld og kíktu í spil, köstuðu völum, rýndu í rúnir og kaffibolla. Spáin fyrir árið 2018 gekk að nokkru leiti eftir, og eru varnarorð þau er höfð voru um að menn ættu að gæta orða sinna svo sannarlega í hámæli þessa dagana. Ríkisstjórnin hélt velli, eins og spáð var en mikill gustur var um menn og málefni.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna.
Meira