V-Húnavatnssýsla

Björgunarsveitir kallaðar út í morgun

Í morgun voru björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Blanda kallaðar út vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru á suðurleið. Á Facebooksíðu Húna kemur fram að vel hafi gengið að hjálpa þeim niður en veðrið var kolvitlaust um tíma.
Meira

Hugum vel að dýrunum um áramót

Í tilefni áramótanna minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin geti orðið sjálfum sér og öðrum til tjóns. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana á gamlárskvöld og á þrettándanum. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni:
Meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira

Gul viðvörun í gangi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á morgun.
Meira

Flugeldasýningar og áramótabrennur

Áramótin eru framundan með öllum sínum gleðskap, brennum og skoteldum. Feyki telst svo til að auglýstar flugeldasýningar og brennur verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Víðidal (Avaldsdæl)

Í Víðidalstungumáldaga 1394 stendur þessi klausa: …. Kirkjubóndi á að taka lýsistolla og heytolla af þessum bæjum ef bygðir eru … hrijsum, neðrum fytium, hvoli, og er hann í audn. Valldarasi. Svolustodum. Bacahlid. Auxnatungum, gaffli. Raffnstodum. avalldsdæli, og er hun í auðn, og hlid. avalldzstodum. Kolugili. huarfuigja (DL III. 539). Máldaginn hefir svo verið endurritaður árið 146l og eru sömu bæir taldir þar upp (DI. V. 3a8). Það er tæplega vafamál að Ávaldsdæli, sem bæði brjefin telja, er Dæli í Víðidal. Í síðara brjefinu er því slept að sú jörð sje í eyði, og hefir hún þó verið bygð.
Meira

Grafið ær-fille er gott að eiga um jólin

„Um jólin er gaman að bjóða upp á eitthvað sem er alla jafna ekki á boðstólum, brjóta upp hið daglega mynstur í mat og drykk, gott dæmi er maltið og appelsínið sem við blöndum saman um jólin en færri gera það í annan tíma þó svo hvort tveggja sé auðvitað til staðar allt árið um kring. Það er t.d. alveg gráupplagt að versla sér góðan slatta af ær-fille (hryggvöðva) og grafa það. Þá er ekki átt við í kartöflugarðinum, heldur grafa það í salti, kryddum og í rauninni hverju því sem hugurinn og ímyndunaraflið býður hverjum og einum. Eftirfarandi er gott dæmi um grafið ær-fille sem þykir nokkuð gott á okkar heimili og er afar einfalt í framkvæmd,“ sögðu Vignir Kjartansson og Áslaug Helga Jóhannsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Smá villa í jólakrossgátu Feykis

Krossgátusmið Feykis varð á í messunni og honum bent á meinlega villu í jólakrossgátu Feykis sem hann var ekki búinn að taka eftir. Flytja þarf 16. tölusetta reitinn um einn til vinstri svo allt sé eins og á að vera. Fyrir vikið frestast lokadagur innsendra lausna fram á mánudag 1. janúar.
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna

Eins og venja er standa björgunarsveitirnar fyrir flugeldasölu fyrir áramótin sem er í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá aukafjárveitingu

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að veita um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fyrir rekstrarárið 2018. Nemur aukningin að jafnaði um 3% af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær hæstu fjárveitinguna sem nemur 130 milljónum króna.
Meira