V-Húnavatnssýsla

Umhverfismolar úr Húnaþingi vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra má finna nokkra umhverfismola frá Hirðu gámastöð sem gott er að hafa í huga þegar gengið er frá umbúðum utan af jólagjöfum og því rusli sem til fellur um áramótin þegar flugeldum er skotið á loft.
Meira

Geta viðhorf haft áhrif á upplifanir okkar - Áskorandi Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Hvammstanga

Guðný Hrund karlsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra skoraði á mig og auðvitað hlýði ég því kalli. Ég hóf nám við Endurmenntun Háskóla íslands núna í haust og er að taka þar fjölskyldumeðferð. Í því námi erum við að skoða okkur svolítið sjálf og og eru nemendur að læra hvert af öðru með því að deila sögum og reynslu.
Meira

Hefur lesið bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og aftur

Í 48. tbl. Feykis á síðasta ári sagði Anna Scheving á Laugarbakka lesendum blaðsins frá sínum uppáhaldsbókum: Anna Scheving er 68 ára gömul húsmóðir, fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún hefur búið víða um land en síðustu árin hefur hún átt heima í Húnaþingi vestra, fyrst á Hvammstanga í allmörg ár en síðustu þrjú árin á Laugarbakka sem er að hennar mati algjör sælureitur. Allt frá því Anna lærði að lesa í kringum fimm ára aldurinn hefur hún haft yndi af bóklestri og henni er minnisstætt frá barnæsku þegar faðir hennar las fyrir heimilisfólkið úr bók Alistairs MacLean, Nóttin langa. Anna svaraði nokkrum spurningum fyrir Bók-haldið.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar öllum gleðilegra jóla nær og fjær.
Meira

Gæludýr á jólum

Nú er jólahátíðin rétt að ganga í garð og vill Matvælastofnun minna á að þessi tími gleði og samveru getur verið erfiður fyrir gæludýrin okkar. Hátíðunum fylgir oft breytt mataræði sem getur skapað meiri vandamál en gleði fyrir ferfætlingana. Þá bendir Matvælastofnun á að hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti.
Meira

Gul viðvörun í gangi

Gul viðvörun hefur verið gefin út á vegum Veðurstofu Íslands fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland. Suðvestan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll og mælst er til að ferðalangar sýni aðgát.
Meira

Vaxkertin ekki góð til átu

Það er bjart yfir þrettánda jólasveininum í dag enda með fangið fullt af kertum. Kertasníkir heitir sá sveinn og er síðastur Grýludrengja til mannabyggða. Hann segist glaður yfir því að fleiri og fleiri eru farnir að nota tólgarkerti því ekki er bara heillandi að horfa í rauðann logann heldur er einnig yndislegt að naga tólgina og fá ómetanlegar hitaeiningar í svartasta skammdeginu.
Meira

Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

Þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd gáfu lesendum uppskriftir að gómsætum partýréttum í 47. tölublaði Feykis sem kom út um miðjan desember. Ekki reyndist pláss fyrir allt efnið frá þeim í blaðinu og því birtist síðasta uppskriftin hér en hún er að marensrúllu með lakkrístoppatvisti.
Meira

Ertu að reima skóna þína rétt? Áskorandinn - Guðný Hrund Karlsdóttir Hvammstanga

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að festast í viðjum vanans án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Eitthvað sem lærðist einu sinni verður að vana, eins og heilagur sannleikur sem aldrei er efast um, jafnvel þó því fylgi stundum vandamál.
Meira

Kvíðir Þorláksmessudeginum

Það hefur borið á því undanfarin ár að fólk fyllist jólakvíða er nær dregur aðfangadegi og er ýmislegt sem því veldur. Þetta ástand á reyndar ekki við mannfólkið eingöngu því Kjötkrókur á einnig við þennan kvilla að stríða. Ástæðan er helst af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru ekki hafðir strompar á húsum lengur svo neinu nemur og því ekki er hægt að koma krókstjaka þar niður. Og ef það er strompur þá er ekkert kjöt hangandi þar fyrir neðan til að krækja í. Í öðru lagi eru flestir að sjóða illa þefjandi flatfisk þennan dag sem ekki getur talist matur á heimili jólasveinanna. Þetta ætti að banna með öllu, sagði Kjötkrókur með tárin í augunum við tíðindamann Feykis um óttuleytið í nótt.
Meira