V-Húnavatnssýsla

Vill nýtt embætti umboðsmanns fatlaðra og langveikra

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur lagt til við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofnað verði nýtt embætti Umboðsmanns fatlaðs og langveiks fólks. Þuríður Harpa afhenti Katrínu skriflega og rökstudda tillögu um þetta á fundi í gærmorgun.
Meira

Bilun í hitaveitu norðan Laugarbakka

Á vef Húnaþings vestra er vakin athygli á því að vegna bilunar í stofnæð hitaveitu norðan við Laugarbakka verður vatnið tekið af í dag, 11. janúar, frá kl. 9 og fram eftir degi.
Meira

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka er Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir kjöri á manni ársins líkt og undanfarin ár og bárust blaðinu níu tilnefningar að þessu sinni. Niðurstaðan var sú að Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði hlaut nokkuð afgerðandi kosningu lesenda. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Ólöf er þvílík gullkona, hún er með Parkinson en það stoppar hana ekki í því að gefa endalaust af sér. Til dæmis saumar hún teppi (bútasaum) og selur og gefur svo allan ágóða til góðgerðamála. Mikil perla.“
Meira

Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra

Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Hviður allt að 48 m/s í Fljótum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Suðvestanstormur eða -rok er nú ríkjandi með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert er ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og eru ferðalangar beðnir um að fara varlega.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu

Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019 á vef Húnaþings vestra. Til að geta sótt um í sjóðinn þurfa umsækjendur að vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir með lögheimili í Húnaþingi vestra.
Meira

Veðurklúbburinn spáir umhleypingum í janúar

Í gær, þriðjudaginn 8. janúar 2019, komu tíu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík saman til fundar til að fara yfir spágildi desembermánaðar. Fundur hófst kl 14:00 og lauk kl 14:25. Jólin urðu ekki hvít, eins og gert var ráð fyrir í fyrri spá, heldur má segja að þau hafi verið frekar flekkótt. Áramótaveðrið var til beggja vona eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Meira

Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks VG

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hulda mun meðal annars annast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd þingflokksins ásamt aðstoð við þingmenn við þeirra störf. Hún hefur þegar hafið störf.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins um helgina

Sameiginlegur nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins fer fram nk. laugardag, 12. janúar, í Húnaveri. Á dagskrá er kvöldverður, kórsöngur, skemmtiatriði og dansleikur með Geirmundi Valtýssyni.
Meira