V-Húnavatnssýsla

Jólakalkúnn Eddu frænku, hvítkál og jólaísinn

„Við ætlum að deila með ykkur uppskriftinni af jólamatnum okkar. Við erum alltaf með fylltan kalkún á aðfangadag og finnst okkur þessi uppskrift vera mjög góð. Það er misjafnt hvað við höfum í forrétt, en það er alltaf eitthvert sjávarfang. Í eftirrétt höfum við heimatilbúinn jólaís sem er uppskrift sem Helga Möller deildi í vikunni fyrir áratug eða svo, við höfum aðeins aðlagað uppskriftina að okkur," sögðu matgæðingar vikunnar í 46. tölublaði ársins 2016, þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd.
Meira

Finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn? er spurt á Vísindavefnum en lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Maður gæti allt eins spurt: af hverju er Gáttaþefur með svona gott lyktarskyn. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þetta gæti eins vel átt við jólasveininn sem kom í nótt, Gáttaþef og ég skora á þig að setja „jólasveinar“ í stað „hunda“ í svarinu hér fyrir ofan.
Meira

Á morgun tekur dag að lengja á ný

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf, nánar tiltekið klukkan 22:23 í kvöld. Það þýðir að í dag er halli norðurhvels jarðarinnar frá sólu mestur og því er sól lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Á morgun tekur því daginn aftur að lengja.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2018 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust níu tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar 2019.
Meira

Jólablak hjá blakdeild Kormáks

Á blakæfingu hjá blakdeild Kormáks sl. þriðjudagskvöld fór fram svokallað jólablak. Þá var þeim krökkum sem aðstoðuðu við framkvæmd Íslandsmótsins í haust og blakkrökkunum sem nú æfa hjá Kormáki boðið í jólablakleiki með meistraflokknum. Að æfingu lokinni var svo slegið upp pizzuveislu í íþróttahúsinu.
Meira

Ekki í anda MeToo að gægjast á glugga

Það er ekki upp á drengina hans Leppalúða logið með dónaskap og hyskni. Í nótt kom enn einn durturinn til byggða og glennti glyrnurnar inn um glugga landsmanna. Sá heitir Gluggagægir og herma heimildir að inni á löggustöð liggi kæra á hendur honum frá heiðviðri frú fyrir þennan ósóma, enda ekki í anda MeToo. En þar sem kominn er föstudagur látum við flakka eitt jólalag með Vandræðaskáldunum frá Akureyri en sungið er um rauð jól, annars konar rauð en flestir þekkja.
Meira

Eyðum ekki jólunum á klósettinu

Þessa dagana er mikið um að vera í eldhúsum landsins enda jólaundirbúningur í fullum gangi og margar tegundir af matvælum sem koma þar við sögu. Matvælastofnun vill benda fólki á að mikilvægt er að hugað sé vel að hrein­læti, réttri meðhöndl­un og kæl­ingu mat­væla í eld­hús­inu svo koma megi í veg fyr­ir að heimilisfólk og gestir þess fái mat­ar­borna sjúk­dóm­a sem valdið geta miklum óþægindum.
Meira

Brunar á heimilum flestir í desember

Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Á heimasíðu VÍS segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með kertum sem hafa verið tendruð og muna að slökkva á þeim.
Meira

Kirkjuferð 1. - 4. bekkjar á Hvammstanga

Á Hvammstanga fóru nemendur og kennarar í 1. - 4. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra í gönguferð upp í Hvamm í heimsókn í Kirkjuhvammskirkju þar sem þeir fá fræðslu um inntak jólaguðspjallsins. „Það er afar hátíðlegt að ganga upp ásinn í myrkrinu og sjá jólaljósin á Hvammstanga og ekki síður hátíðlegt að sjá kirkjuna og garðinn ljóma í ljósum,“ segir á vef skólans.
Meira

Bóndadagurinn 25. janúar og konudagur 24. febrúar

Einhver misskilningur hefur átt sér stað varðandi bóndadag ársins 2019 sem jafnframt er fyrsti dagur þorra og konudagsins sem er fyrsti dagur góu og eru því mörg dagatölin fyrir það ár röng að því leyti. Þar sem bóndadagurinn 2018 var þann 19. janúar var auðveldlega hægt að álykta að hann væri þann 18. næst en svo einfalt er það ekki.
Meira