V-Húnavatnssýsla

Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilegt umhverfi

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar í 20. sinn þann 16. ágúst síðastliðinn en þær eru veittar árlega þeim aðilum sem þykja til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Sveitarstjórn skipar nefnd sem heldur utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Afskipti veiðieftirlitsmanns af gæsaveiðimönnum í Húnaþingi vestra

Sl. föstudagskvöld, þurfti veiðieftirlitsmaður Húnaþings vestra að hafa afskipti af veiðimönnum sem voru við gæsaveiðar í löndum sveitarfélagsins á Víðidalstunguheiði án leyfis. Veiðimennirnir sem voru tveir báru fyrir sig að þeir hefðu talið sig í almenningi og formaður SKOTVÍS hefði tjáð þeim að svo væri.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019. Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðsfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00.
Meira

Björgunarsveitafólk frá Blöndu og Húnum á hálendisvaktinni

Undanfarin ár hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekið svokallaða Hálendisvakt á sumrin og felst verkefnið í því að halda úti gæslu og aðstoð á hálendinu. Auk Landsbjargar standa Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður að vaktinni. Í sumar var vakt allan sólarhringinn í Landmannalaugum, Nýjadal á Sprengisandi, Drekagili norðan Vatnajökuls og einnig var viðbragðsvakt í Skaftafelli.
Meira

Leiðbeiningar frá Matvælastofnun um velferð búfjár í göngum og réttum

Matvælastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar sem varða velferð fjár og hrossa í göngum og réttum. Þar segir að smalamennskur og fjárleitir séu vandasamt verk þar sem gæta þurfi öryggis en alltaf ætti að hafa velferð fjárins og hrossanna að leiðarljósi. Á vef Matvælastofnunar segir að lengstu fjárleitirnar séu á afréttum Árnesinga og taki um 6-7 daga og þeir sem í lengstu göngurnar fari séu 11 daga á hestbaki. Þær kindur sem smalað sé um lengstan veg geti þurft að leggja að baki 100 km göngu á sex dögum þó sem betur fer sé það fátítt. Því hvíli mikil ábyrgð á þeim sem ætla að koma þessu fé til byggða.
Meira

Síðasti vinnufundurinn með Blue Sail

Breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail hefur frá síðastliðnu hausti unnið með verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way við uppbyggingu á ferðamannaleiðinni á norðurströnd Íslands. Nú eru síðustu vinnufundir Blue Sail með afþreyingar- og hagsmunaðilum framundan en þeir verða haldnir á Greifanum á Akureyri þann 12. september nk. Fundirnir eru fyrir aðila af öllu svæðinu og með þeim er stefnt að því að sameina alla þá sem aðkomu hafa að Norðurstrandarleiðinni/Arctic Coast Way sem eina heild og vinna þar að sameiginlegum hagsmunum. Frá þessu segir á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Mjólkurhús í nýju hlutverki

Sjálfsagt eru þeir margir Íslendingarnir sem aldrei hafa gefið sér tíma til að staldra við í Húnaþingi, heldur gefa í og bruna eftir hinum tiltölulega beinu og breiðu vegum sýslunnar. Það er þó full ástæða til að gefa sér örlítið tóm og bregða út af vananum því svæðið býður upp á fjölmörg falleg náttúrufyrirbrigði og víða er hægt að leggja lykkju á leið sína án þess að það þurfi að taka svo afskaplega mikið af hinum dýrmæta tíma sem margir eru alltaf í kapphlaupi við. Einn af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi er að aka til tilbreytingar veg nr. 715 um Víðidalinn að austan og virða dalinn fyrir sér frá annarri hlið en venjan er og jafnvel að skreppa fram í hin stórfenglegu Kolugljúfur sé ekki verið að flýta sér of mikið.
Meira

Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku.
Meira