V-Húnavatnssýsla

Símar og snjallúr bannaðir í Grunnskóla Húnaþings vestra

Í Grunnskóla Húnaþings vestra er stefnt að því að banna síma og snjallúr í skólanum á skólatíma og í frístund. Ástæður þess eru fyrst og fremst tvíþættar; ný persónuverndarlög og vísbendingar um að símar geri nemendum ógagn í námi og félagslegum samskiptum.
Meira

Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Meira

Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól

Ragnheiður Sveinsdóttir grunnskólakennari á Hvammstanga er mikil prjónakona, þrátt fyrir að mamma hennar hafi gefið prjónakennsluna upp á bátinn þegar hún var krakki. En eftir að hún komst á bragðið með prjónaskapinn hefur hún varla stoppað og liggja ófá verkin eftir hana. Ekki skemmir það ánægjuna þegar flíkurnar skipta skyndilega um hlutverk eins og gerðist með dúkkukjólinn sem breyttist í skírnarkjól. Ragnheiður sagði lesendum Feykis frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 38. tbl. Feykis á síðasta ári.
Meira

Sigur gegn Borgnesingum í fyrsta æfingaleik haustsins

Körfuknattleikslið Tindastóls lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil á Hvammstanga í gær. Mótherjarnir voru lið Skallagríms en þeir Borgnesingar komust í vor á nýjan leik upp í Dominos-deildina og hafa verið að styrkja sig að undanförnu líkt og önnur lið. Þeir áttu þó ekki roð í lið Tindastóls að þessu sinni en Stólarnir unnu góðan sigur, lokatölur 91-66.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Axel tekur sér frí frá körfuboltanum

Það voru einhverjir sem spáðu því eftir að Körfu-Stólarnir versluðu nokkra lipra leikmenn í vor að það væri næsta víst að nú færi Íslandsmeistaratitillinn norður á Krók að ári. Eitthvað sló á bjartsýnina þegar Sigtryggur Arnar gekk úr skaftinu og í lið Grindavíkur en Stólarnir nældu í staðinn í Dino Butorac. Sá orðrómur að Axel Kára hyggðist taka sér pásu frá körfuboltanum hefur hins vegar valdið mörgum stuðningsmanni Stóla áhyggjum og nú í vikunni staðfesti Axel, í viðtali við Vísi.is, að hann yrði ekki með Stólunum í vetur.
Meira

Skýrsla um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna skýrslu um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Var hún unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri en vinnsla hennar var áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017.
Meira

Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ - hæglætis veður áfram út mánuðinn

Þriðjudaginn 4. september komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í septembermánuði. Fundurinn hófst kl. 13:10 og voru fundarmenn níu talsins. Farið var yfir sumarmánuðina og veðurfar þessa mánuði sem veðurklúbburinn var í frí frá spádómi og fundum – þó svo alltaf spái menn í veðrið.
Meira

Hreindís Ylva er nýr formaður Ungra vinstri grænna

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og við hana bætist landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.
Meira