V-Húnavatnssýsla

Fjölmennur fundur landbúnaðarráðherra með sauðfjárbændum

Fundur Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með sauðfjárbændum á Norðurlandi vestra var haldinn í Víðihlíð þann 15. þ.m. og var hann vel sóttur. Á fundinn mættu einnig Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og nýkjörinn formaður samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.
Meira

Erfitt að segja til um hvað veldur minni veiði

Nýjustu tölur um veiði í laxveiðiám landsins eru nú komnar á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is en þar birtast nýjar tölur vikulega. Þar er gert að umræðuefni að veiðin í nokkrum ám norðan heiða er fremur dræm og er það að mörgu leyti frábrugðið því sem gerist í öðrum landshlutum en þar hafa margar ár verið með meiri, eða jafnvel mun meiri veiði en í fyrra.
Meira

Afmælisfagnaður Húnaþings vestra

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá sameiningu hreppa í Vestur Húnavatnssýslu í það sveitarfélag sem í dag ber nafnið Húnaþing vestra. Af því tilefni er efnt til afmælisveislu 24. til 26. ágúst 2018. Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem skipuleggur afmælið.
Meira

Gæsaveiðimenn ánægðir með eftirlit lögreglunnar

Lögreglan á Norðurlandi vestra og Lögreglan á Suðurlandi hafa það sem af er sumri átt mjög gott samstarf um eftirlit á hálendinu en umdæmin ná saman. Hefur lögreglan m.a. sinnt eftirliti á Kjalvegi sem er afar fjölfarinn vegur og liggur um bæði umdæmin.
Meira

Um 300 sauðfjárbændur höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma

Í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 er sett skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.
Meira

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Nær úttektin til meira en 80 staða í landshlutanum. Verkefni þetta var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður því fram haldið á þessu ári og því næsta.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi leitar enn að erlendum ferðamanni

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í gær tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
Meira

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991.
Meira