V-Húnavatnssýsla

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Náms- og starfsráðgjafi ráðinn að Grunnskóla Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra segir frá því að Eiríkur Steinarsson hafi verið ráðinn í nýtt starf náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira

Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði um umsóknir um styrki úr Húnasjóði á fundi sínum þann 31. júlí sl. Að þessu sinni bárust sjö umsóknir um styrk en fimm þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Meira

Göngur og réttir framundan

Nú eru göngur og réttir á næsta leiti, annasamur tími til sveita en jafnframt tími mannamóta og gleði. Því fylgir væntanlega eftirvænting hjá flestum bændum að sjá fé sitt koma af fjalli og hvernig það er haldið eftir dvöl í sumarhögunum.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Vatnsdalsá og Skarðsá metnar sem hagkvæmustu virkjunarkostirnir

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um niðurstöðu skýrslu um virkjunarkosti á Norðurlandi vestra sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Á vef SSNV segir að tæplega 60 manns hafi sótt kynningarfund á vegum samtakanna sem haldinn var á Blönduósi í gær en þar kynnti höfundur skýrslunnar, Bjarki Þórarinsson frá Mannviti efni hennar.
Meira

SSNV og Farskólinn semja um stuðning samtakanna við námskeið fyrir bændur

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hyggst standa fyrir námskeiðshaldi fyrir bændur á komandi vetri. Námskeiðin munu miða að því að veita bændum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við hugmyndafræðina bak við Beint frá býli. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2017 og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) verða bakhjarl námskeiðanna. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.
Meira

Matvælabraut við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir þörfum atvinnulífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta sem hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við skólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða innan tíðar

Ferðamálastofa vill vekja athygli á því að brátt verður opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hvetur hún þá sem hyggja á umsókn til sjóðsins að byrja að undirbúa sig sem fyrst.
Meira