Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.03.2017
kl. 08.59
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í gær. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin til baka.
Meira