V-Húnavatnssýsla

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í gær. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin til baka.
Meira

Bókelskur bókavörður

Birgir Jónsson, 50 ára bókavörður á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, svaraði spurningum í Bók-haldinu í 11. tbl Feykis. Birgir hefur stundað nám í sagnfræði og bókmenntafræði en er þó hvorki sagnfræðingur né bókmenntafræðingur eins og ranglega var haldið fram í blaðinu. Nú leggur hann stund á nám í ferðamannaleiðsögn. Óhætt er að segja að Birgir sé víðlesinn og bókasmekkurinn fjölbreytilegur.
Meira

Góður árangur hjá Grunnskóla Húnaþings vestra

Keppni í skólahreysti hófst þann 14. þessa mánaðar í Mýrinni í Garðabæ þar sem skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum riðu á vaðið. Grunnskóli Húnaþings vestra keppti í Vesturlandsriðli ásamt átta öðrum skólum. Leikar fóru þannig að skólinn lenti í þriðja sæti með 36 stig á eftir Brekkubæjarskóla, sem var með 38 stig, og Grunnskóla Stykkishólms sem fór með sigur af hólmi í riðlinum með 38.5 stig.
Meira

Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 3. þingmanns Norðurlands vestra, tók sl. mánudag sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Reið hann á vaðið í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og lagði áherslu á hlutverk sveitarfélaganna og rannsóknastofnana á landsbyggðinni.
Meira

Sjónhorninu seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum þá seinkar útgáfu Sjónhornsins í dag og er beðist velvirðingar á því. Sjónhorninu verður þó dreift á Sauðárkróki í dag þó það geti verið seinna á ferðinni en lesendur eiga að venjast. Hætt er við að sólarhringstöf geti orðið á dreifingu utan Sauðárkróks.
Meira

Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.
Meira

Fólki er nóg boðið!

Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu stjórnvalda í samgöngumálum Reiði almennings er eðlileg þar sem gífurleg uppsöfnuð þörf er í viðhaldi vega og nýframkvæmdum og á það sama við um hafnir landsins og flugvelli. Álag á vegi landsins heldur áfram að aukast með gríðarlegri aukinni umferð og til landsins streyma ferðamenn sem aldrei fyrr . Áætlað er að á þessu ári komi 2,3 milljónir ferðamanna til landsins sem mun þýða enn frekara álag á vegakerfi landsins sem víða stenst ekki lágmarks öryggiskröfur og uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitning í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Ja hérna hér! Áskorandi - Anna Scheving á Laugarbakka.

Hvað á ég nú að gera með þetta?, var mín fyrsta hugsun þegar ég sá póstinn frá honum Palla. En kæru lesendur Feykis, þið verðið bara að taka viljann fyrir verkið. Æfi mín byrjaði austur á Reyðarfirði en þar sleit ég barnsskónum og nú er ég hérna á draumastaðnum Laugarbakka í Miðfirði, með viðkomu í Hafnarfirði en þangað fór ég með mínum elskulega eiginmanni 16 ára. Þaðan lá leið okkar aftur austur og svo til Vestmanneyja og þar eignuðumst við okkar elskulegu syni. Gerðumst svo flóttafólk, áttum heima þar þegar tók að gjósa.
Meira

Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015 „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði.
Meira