V-Húnavatnssýsla

Þrettán sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Þrettán manns sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Húnaþingi vestra sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur út þann 18. þessa mánaðar og vinnur ráðningarskrifstofa nú að mati á hæfi umsækjenda. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með rekstri skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstanga og ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, fjárreiðum og bókhaldi svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Tveir fyrirlestrar á Hólum

Háskólinn á Hólum býður upp á tvo áhugaverða fyrirlestra í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn, sem haldinn verður miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, fjallar um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu viðburða og ferðaþjónustu. Þar verður meðal annars fjallað um dæmi um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu ferðaþjónustu og viðburða í Finnlandi.
Meira

Tinna Björk ráðin verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Tinna Björk Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Á heimasíðu Nmi.is segir að hennar sérþekking sé alþjóðaviðskipti, frumkvöðlastyrkir, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, námskeið, nýsköpun og frumkvöðlar, stuðningsverkefni. Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Tinnu Björk í Föstudagsþættinum sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aukins kjördæmisþings sunnudaginn 1. október kl. 13 þar sem gengið verður frá framboðslistanum fyrir alþingiskosningar 2017. Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Meira

Fljótlegur svartfugl og agalega góð desertsósa

„Einföld og fljótleg eldamennska hefur í gegnum tíðina verið mest í uppáhaldi á heimilinu. Að vísu er minn gamli að koma sterkur inn, sérstaklega ef hann hefur veitt það sem á að elda, þá er tekinn tími og sönglað meðan á eldun stendur. Í tilefni af áskorun úr næsta hreppi þá verður boðið upp á þríréttað, takk fyrir pent, en samt einfalt og fljótlegt,“ sagði Sigríður Gestsdóttir enhún og maður hennar, Stefán Jósefsson voru matgæðingar vikunnar í 36. tölublaði Feykis árið 2012.
Meira

100 ára fullveldi og sjálfstæði Íslands

Í morgun opnaði ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Á sama tíma er kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins. Afmælinu verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt.
Meira

Tröll gera víðreist

Handbendi – brúðuleikhús, atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, sem rekið er á Hvammstanga sýnir brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Tjarnarbíói þann 30. september kl. 15:30. Í framhaldi af því verða nokkrar sýningar á verkinu á Norðurlandi en að þeim loknum verður haldið til Englands þar sem sýnt verður á nokkrum stöðum áður en leikferðinni lýkur með sýningu í South Bank Centre í Lundúnum. Það verður að teljast merkilegur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sýni í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna.
Meira

Feykir um allt Norðurland vestra

Í Feyki vikunnar er ýmislegt skemmtilegt að sjá eins og oft áður. Þar sem tími gangna og rétta, þá sérstaklega stóðrétta, eru um þessar mundir eru viðtöl við valinkunna hestamenn í blaðinu ásamt öðru skemmtilegu efni. Feykir vikunnar á að berast inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra að þessu og vonandi heimilisfólki til ánægju.
Meira