V-Húnavatnssýsla

Fisk Seafood eignast helming í Olís

Útgerðafyrirtækin FISK Seafood á Sauðárkróki og Samherji á Akureyri eiga nú Olíuverzlun Íslands, Olís, að fullu með 50% eignahlut hvort eftir að hafa keypt fjórðungshlut Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Hvor þeirra hafa átt 12,5% hlut í félaginu frá árinu 2012 þegar Fisk og Samherji keytu sig inn í það.
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins í Húnaþingi vestra

Slökkvilið Húnaþings vestra var kallað út í gær þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl Flugfélags Íslands við Staðarskála. Þarna var um jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins að ræða og stóðst hann allar væntingar slökkviliðsmanna.
Meira

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag!

Í dag 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 14 árum en er nú haldinn hátíðlegur víða um heiminn. Á vefsíðu alþjóðlega hrós­dags­ins seg­ir að aðstand­end­ur hans vilji að dag­ur­inn verði „já­kvæðasti dag­ur heims­ins“. Bent er á að eng­in markaðsöfl teng­ist deg­in­um eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentínus­ar­dag­inn, mæðra- og feðradag­inn. All­ir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einn­ar af grunnþörf­um manns­ins; þarfar­inn­ar fyr­ir viður­kenn­ingu.
Meira

Ný heimasíða Húnaþings vestra

Í dag, 1. mars, opnar ný heimasíða Húnaþing vestra í nýju viðmóti. Markmiðið með breytingunum er að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra. Undir flipunum Stjórnsýsla, Þjónusta og Mannlíf er að finna það er tengist stjórnkerfi og þjónustu sveitarfélagsins ásamt ýmsu sem varðar mannlífið.
Meira

Arctic Coastline Route – kynningarfundir á morgun, 28. febrúar, á Skagaströnd og Hvammstanga

Þriðjudaginn 28. febrúar er boðið til kynningarfundar um ferðamannaveginn "Arctic Coastline Route". Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn!
Meira

Nýjar reglur um brauðbari í verslunum

Í matvöruverslunum hefur brauðmeti ýmiskonar verið boðið til sölu óinnpakkað í sjálfsafgreiðslu og flokkast sem „matvæli tilbúin til neyslu“ þ.e. matvæli sem fá enga meðhöndlun fyrir neyslu s.s. hitun eða skolun. Mikilvægt þykir að meðhöndla þessi matvæli með það í huga og verja fyrir mengun eða hindra að þau spillist á einhvern hátt.
Meira

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í heimsókn

Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands (VTÍ ) heimsóttu sveitarfélög á Norðurlandi vestra á dögunum og er heimsóknin liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
Meira

Afhentu ABC barnahjálp peningagjöf

Þessar duglegu stelpur á Hvammstanga söfnuðu á dögunum 13.573 kr til styrktar ABC barnahjálp. Þetta eru þær Katla Anný, Bríet Ingibjörg, Arna Ísabella og Steinunn Daníela. ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.
Meira

Bolla, bolla.......

Þá er bolludagurinn á morgun og eflaust margir sem taka forskot á sæluna og fá sér bollu í dag, jafnvel kannski í gær og fyrradag líka! Margir eiga eflaust sínar föstu bolludagsuppskriftir og ganga því einbeittir til verks en alltaf eru einhverjir sem eru að gera hlutina í fyrsta sinn, nú eða jafnvel brydda upp á nýjungum. Hér er leitað í uppskriftasafn Eldhússystra, eins og stundum áður, og hér fylgir girnileg uppskrift af sænskum rjómabollum með marsipanfyllingu. Eldhússystirin Kristín Rannveig Snorradóttir hefur orðið: "
Meira